Mánaðarlaun þingmanna komin upp í tæplega 1,3 milljón króna Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2021 13:18 Þingmenn lepja ekki dauðann úr skel. Fjölmiðlamenn sem sjá má í baksviði þessarar ljósmyndar eru varla hálfdrættingar á við þá. vísir/vilhelm Laun þingmanna hækka enn og hafa hækkað um 16,7 prósent frá árinu 2016 en þá höfðu þau verið hækkuð til mikilla muna eða um 44,3 prósent í einni svipan. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata veltir fyrir sér launaþróun þingmanna og reynir að setja launin í samhengi. Þetta gerir hann í pistli á heimasíðu sinni. „Fyrsti launaseðillinn minn frá Alþingi greiddi mér mánaðarlaun upp á 1.101.194 kr. Þá var árið 2016. Um síðustu mánaðarmót hækkuðu laun þingmanna enn og aftur og nú eru mánaðarlaunin orðin 1.285.411 kr. á mánuði og hækkuðu um 6,2% frá launum síðasta árs sem voru 1.210.368 kr,“ segir Björn Leví. Samtals er hækkunin 16,7 prósent frá árinu 2016, en daginn eftir kosningarnar það árið ákvað kjararáð að hækka laun þingmanna um 44,3 prósent. Á sama tíma hefur þróun verðlags verið 14,7 prósent. Björn Leví segir að eftir gríðarlega mikla hækkun kjararáðs 2016 hafi allt farið í hnút. Kjararáð var að endingu leyst upp og nýju lögin um meðatal reglulegra launa ríkisstarfsmanna komu í staðinn. Björn telur það ágætt fyrirkomulag, sanngjarnt, þó deila megi um upphæðina sem slíka. Hann birtir töflu yfir launahækkanirnar sem og töflu yfir meðaltal launa þeirra sem eru með yfir milljón í mánaðarlaun. Björn Leví deilir pistli sínum á Facebook og í athugasemd segir félagi hans í Pírötum, Jón Þór Ólafsson sem einnig hefur látið sig þessi mál varða að hollast væri ef þingmenn og ráðherrar væru við miðgildi launa landsmanna. „Já myndu þá betur skilja veruleika venjulegs fólks, sem er mikilvægt því þeir taka ákvarðanir um veruleika venjulegas fólks.“ Ekki er gert ráð fyrir yfirvinnu, þetta eru föst laun og þeir Jón Þór og Björn Leví segja að tímakaupið sé ekkert til að hrópa húrra yfir: „Já þeir væru þá á lægra tímakaupi en meirihluti landsmanna (þetta er brjáluð vinna) en það að fá að vinna að hugsjónum sínum hlýtur að reiknast vel til tekna, og ef ekki þá viljum við kannski ekki svoleiðis fólk við stjórn landsins,“ segir Jón Þór. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Laun Katrínar munu líklega hækka um 170 þúsund krónur í sumar Björn Leví Gunnarsson Pírati segir miklar launahækkanir þingmanna ekki forsvaranlegar en boltinn sé hjá ríkisstjórninni. 18. desember 2020 12:46 Telur afar hæpið að þingmenn vilji lækka laun sín og embættismanna vegna kreppunnar Jón Þór Ólafsson þingmaður telur lykilatriði að stjórnmálamenn deili kjörum með þjóðinni. 24. mars 2020 13:34 Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata veltir fyrir sér launaþróun þingmanna og reynir að setja launin í samhengi. Þetta gerir hann í pistli á heimasíðu sinni. „Fyrsti launaseðillinn minn frá Alþingi greiddi mér mánaðarlaun upp á 1.101.194 kr. Þá var árið 2016. Um síðustu mánaðarmót hækkuðu laun þingmanna enn og aftur og nú eru mánaðarlaunin orðin 1.285.411 kr. á mánuði og hækkuðu um 6,2% frá launum síðasta árs sem voru 1.210.368 kr,“ segir Björn Leví. Samtals er hækkunin 16,7 prósent frá árinu 2016, en daginn eftir kosningarnar það árið ákvað kjararáð að hækka laun þingmanna um 44,3 prósent. Á sama tíma hefur þróun verðlags verið 14,7 prósent. Björn Leví segir að eftir gríðarlega mikla hækkun kjararáðs 2016 hafi allt farið í hnút. Kjararáð var að endingu leyst upp og nýju lögin um meðatal reglulegra launa ríkisstarfsmanna komu í staðinn. Björn telur það ágætt fyrirkomulag, sanngjarnt, þó deila megi um upphæðina sem slíka. Hann birtir töflu yfir launahækkanirnar sem og töflu yfir meðaltal launa þeirra sem eru með yfir milljón í mánaðarlaun. Björn Leví deilir pistli sínum á Facebook og í athugasemd segir félagi hans í Pírötum, Jón Þór Ólafsson sem einnig hefur látið sig þessi mál varða að hollast væri ef þingmenn og ráðherrar væru við miðgildi launa landsmanna. „Já myndu þá betur skilja veruleika venjulegs fólks, sem er mikilvægt því þeir taka ákvarðanir um veruleika venjulegas fólks.“ Ekki er gert ráð fyrir yfirvinnu, þetta eru föst laun og þeir Jón Þór og Björn Leví segja að tímakaupið sé ekkert til að hrópa húrra yfir: „Já þeir væru þá á lægra tímakaupi en meirihluti landsmanna (þetta er brjáluð vinna) en það að fá að vinna að hugsjónum sínum hlýtur að reiknast vel til tekna, og ef ekki þá viljum við kannski ekki svoleiðis fólk við stjórn landsins,“ segir Jón Þór.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Laun Katrínar munu líklega hækka um 170 þúsund krónur í sumar Björn Leví Gunnarsson Pírati segir miklar launahækkanir þingmanna ekki forsvaranlegar en boltinn sé hjá ríkisstjórninni. 18. desember 2020 12:46 Telur afar hæpið að þingmenn vilji lækka laun sín og embættismanna vegna kreppunnar Jón Þór Ólafsson þingmaður telur lykilatriði að stjórnmálamenn deili kjörum með þjóðinni. 24. mars 2020 13:34 Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Laun Katrínar munu líklega hækka um 170 þúsund krónur í sumar Björn Leví Gunnarsson Pírati segir miklar launahækkanir þingmanna ekki forsvaranlegar en boltinn sé hjá ríkisstjórninni. 18. desember 2020 12:46
Telur afar hæpið að þingmenn vilji lækka laun sín og embættismanna vegna kreppunnar Jón Þór Ólafsson þingmaður telur lykilatriði að stjórnmálamenn deili kjörum með þjóðinni. 24. mars 2020 13:34
Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07