Nýja plata Flona full af frelsi og gleði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júlí 2021 11:29 Tónlistarmaðurinn Floni gaf í dag út sína fjórðu plötu, Demotape 01. Vignir Daði Valtýsson Tónlistarmaðurinn Floni gaf í dag út plötuna Demotape 01. Um er að ræða sex laga plötu sem unnin er af fremstu framleiðendum landsins. Floni lýsir plötunni sem ákveðnu formi af „mixtape-i“ sem hefur að geyma frelsi og gleði. Hann segir hugmyndina hafa komið út frá þeim óteljandi demó-lögum sem ekki hafa ratað inn á fyrri plötur. „Ég geri í kringum 200-300 demó lög á ári en það eru kannski 7-12 af þeim sem rata á plöturnar mínar, eftir meiri eftirvinnslu og því eru alltof mörg lög sem fá aldrei að líta dagsins ljós,“ segir hinn 23 ára gamli söngvari. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta hans fjórða plata. Fyrsta platan hans kom út árið 2017 og bar hún einfaldlega titilinn Floni. Hann fylgdi henni eftir með plötunni Floni 2 sem kom út árið 2019. Þá gaf hann út stuttskífuna Venus í apríl þessu ári, ásamt tónlistarmanninum Auði. Floni hefur þó fjarlægt plötuna af streymisveitunni Spotify, sökum ásakana á hendur Auðar um kynferðisofbeldi. Nýja platan inniheldur lögin Fokkessushitup!, Dansar vel, Hreinskilinn, Skinn við skinn og Komdu þér í fíling. Floni vann plötuna með nokkrum af fremstu framleiðendum landsins, þeim Young Nazareth, Mister Sir, Tommy og Izleif. Hér að neðan má hlusta á plötuna í heild sinni. Tónlist Menning Mest lesið Scary Movie-stjarna látin Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Floni lýsir plötunni sem ákveðnu formi af „mixtape-i“ sem hefur að geyma frelsi og gleði. Hann segir hugmyndina hafa komið út frá þeim óteljandi demó-lögum sem ekki hafa ratað inn á fyrri plötur. „Ég geri í kringum 200-300 demó lög á ári en það eru kannski 7-12 af þeim sem rata á plöturnar mínar, eftir meiri eftirvinnslu og því eru alltof mörg lög sem fá aldrei að líta dagsins ljós,“ segir hinn 23 ára gamli söngvari. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta hans fjórða plata. Fyrsta platan hans kom út árið 2017 og bar hún einfaldlega titilinn Floni. Hann fylgdi henni eftir með plötunni Floni 2 sem kom út árið 2019. Þá gaf hann út stuttskífuna Venus í apríl þessu ári, ásamt tónlistarmanninum Auði. Floni hefur þó fjarlægt plötuna af streymisveitunni Spotify, sökum ásakana á hendur Auðar um kynferðisofbeldi. Nýja platan inniheldur lögin Fokkessushitup!, Dansar vel, Hreinskilinn, Skinn við skinn og Komdu þér í fíling. Floni vann plötuna með nokkrum af fremstu framleiðendum landsins, þeim Young Nazareth, Mister Sir, Tommy og Izleif. Hér að neðan má hlusta á plötuna í heild sinni.
Tónlist Menning Mest lesið Scary Movie-stjarna látin Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira