Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 13:07 Ríkisstjórn Íslands mun ræða tillögur sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir innanlands á fundi í ráðherrabústaðnum á morgun. Vísir/Vilhelm Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. Væntanlegt er að að loknum ríkisstjórnarfundi muni liggja fyrir til hvaða aðgerða verður gripið í ljósi versnandi stöðu kórónuveirufaraldurs hér á landi. Ríkisstjórnarfundir hefjast vanalega klukkan hálf tíu en misjafnt er hvenær þeim lýkur, yfirleitt þó á milli klukkan ellefu og tólf. Þegar fréttastofa náði tali af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan eitt sagði hún að ríkisstjórnin hefði enn ekki fengið minnisblað frá Þórólfi en hún reiknaði með að hann skilaði því í dag. Þegar það bærist yrði boðað til ríkisstjórnarfundar til að fara yfir tillögurnar, að öllum líkindum á morgun og þá að öllum líkindum ekki fyrr en eftir hádegi. Frá mánaðamótum hafa 236 greinst með Covid-19 innanlands, þar af 213 síðustu vikuna. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að ljóst sé að faraldurinn sé í veldisvexti. 78 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þar af 59 utan sóttkvíar. Þórólfur sagðist á fundinum ekki vilja fara yfir hvað fælist í tillögunum. Hann hafi þó lagt til aðgerðir sem hafi reynst vel fyrr í faraldrinum. „Mér finnst það ekki viðeigandi en við höfum verið að grípa til svipaðra ráðstafna fyrr í faraldrinum sem hafa nýst okkur vel. Ég held að við þurfum að nýta okkur það áfram,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22. júlí 2021 12:37 Aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsókn Grímuskylda er hjá starfsfólki og gestum Hrafnistu vegna fjölgunar tilfella innanlands. Þá eru aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svo tíð hjá þeim aldurshópi. 22. júlí 2021 12:06 Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Væntanlegt er að að loknum ríkisstjórnarfundi muni liggja fyrir til hvaða aðgerða verður gripið í ljósi versnandi stöðu kórónuveirufaraldurs hér á landi. Ríkisstjórnarfundir hefjast vanalega klukkan hálf tíu en misjafnt er hvenær þeim lýkur, yfirleitt þó á milli klukkan ellefu og tólf. Þegar fréttastofa náði tali af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan eitt sagði hún að ríkisstjórnin hefði enn ekki fengið minnisblað frá Þórólfi en hún reiknaði með að hann skilaði því í dag. Þegar það bærist yrði boðað til ríkisstjórnarfundar til að fara yfir tillögurnar, að öllum líkindum á morgun og þá að öllum líkindum ekki fyrr en eftir hádegi. Frá mánaðamótum hafa 236 greinst með Covid-19 innanlands, þar af 213 síðustu vikuna. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að ljóst sé að faraldurinn sé í veldisvexti. 78 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þar af 59 utan sóttkvíar. Þórólfur sagðist á fundinum ekki vilja fara yfir hvað fælist í tillögunum. Hann hafi þó lagt til aðgerðir sem hafi reynst vel fyrr í faraldrinum. „Mér finnst það ekki viðeigandi en við höfum verið að grípa til svipaðra ráðstafna fyrr í faraldrinum sem hafa nýst okkur vel. Ég held að við þurfum að nýta okkur það áfram,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu eftir fundinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22. júlí 2021 12:37 Aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsókn Grímuskylda er hjá starfsfólki og gestum Hrafnistu vegna fjölgunar tilfella innanlands. Þá eru aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svo tíð hjá þeim aldurshópi. 22. júlí 2021 12:06 Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22. júlí 2021 12:37
Aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsókn Grímuskylda er hjá starfsfólki og gestum Hrafnistu vegna fjölgunar tilfella innanlands. Þá eru aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svo tíð hjá þeim aldurshópi. 22. júlí 2021 12:06
Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent