Skoraði þrennu í sjö marka tapi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 14:00 Barbra Banda átti frábæran leik í sjö marka tapi Sambíu í kvöld. Pablo Morano/Getty Images Barbra Banda mun seint gleyma leik Sambíu og Hollands á Ólympíuleikunum í knattspyrnu sem fram fór í dag. Hún skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 3-10 tapi. Þá skoraði Christine Sinclair sitt 187. landsliðsmark í 300. leiknum sínum fyrir Kanada. Ólympíuleikarnir byrja með látum ef horft er til knattspyrnuhluta leikanna. Fyrr í dag vann Svíþjóð frækinn sigur á Bandaríkjunum en þær síðarnefndu höfðu ekki tapað í 44 leikjum í röð fram að leik dagsins. Lokatölur þar 3-0 en á sama tíma vann Bretland 2-0 sigur á Síle og Brasilía vann 5-0 stórsigur á Kína. Nú eftir hádegi lauk þremur leikjum þar sem Barbra Banda, framherji Sambíu, stal senunni með þrennu gegn Hollandi er liðin mættust í F-riðli. Eini gallinn er að Holland skoraði tíu mörk, þar af gerði stórstjarnan Vivianne Miedema fernu. Miedema kom Hollandi yfir á 9. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Lieke Martens forystuna. Staðan var orðin 3-0 eftir stundarfjórðung en Banda minnkaði muninn á 19. mínútu. Í kjölfarið liðu tíu mínútur áður en Miedema skoraði sitt þriðja mark í leiknum og kom Hollandi 4-1 yfir. Hattrick-hero #ZAMNED #Tokyo2020 pic.twitter.com/uFiBbtlj98— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) July 21, 2021 Martens bætti við öðru marki sínu og fimmta marki Hollands áður en Shanice van de Sanden kom Hollandi í 6-1 undir lok fyrri hálfleiks. Miedema skoraði fjórða mark sitt sem og þær Jill Roord, Lineth Beerensteyn og Victoria Pelova bættu við mörkum áður en Banda skoraði tvívegis á tveimur mínútum undir lok leiks. Lokatölur því 10-3 í hreint út sagt ótrúlegum fótboltaleik. Banda varð þar með fyrsta konan frá Afríku til að skora þrennu á Ólympíuleikunum. History for Barbra Banda. The first female African player to score three goals at the @Olympics.The previous best was two goals, set by Mercy Akide for Nigeria in 2000. https://t.co/qnGpD2t9iZ— Craig Hadley (@craighadlee) July 21, 2021 Veislan var ekki búin þar en leikur Sambíu og Hollands stendur upp úr fyrir margar sakir. Barbra Banda, 21 árs framherji Sambíu og Shanghai Shengli í Kína, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Gallinn er að Holland skoraði tíu mörk í leiknum. Hin 38 ára gamla Christine Sinclair hélt upp á 300. landsleik sinn fyrir Kanada með því að skora eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Japan. Christine Sinclair scores her 187th international goal on her 300th appearance for Canada! pic.twitter.com/jWPpyWFyqE— B/R Football (@brfootball) July 21, 2021 Var þetta 187. landsliðsmark Sinclair á ferlinum. Sinclar er aðeins fjórði leikmaður sögunnar til að spila yfir 300 A-landsleiki fyrir þjóð sína. Að lokum vann Ástralía 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Nýja-Sjálandi. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Ólympíuleikarnir byrja með látum ef horft er til knattspyrnuhluta leikanna. Fyrr í dag vann Svíþjóð frækinn sigur á Bandaríkjunum en þær síðarnefndu höfðu ekki tapað í 44 leikjum í röð fram að leik dagsins. Lokatölur þar 3-0 en á sama tíma vann Bretland 2-0 sigur á Síle og Brasilía vann 5-0 stórsigur á Kína. Nú eftir hádegi lauk þremur leikjum þar sem Barbra Banda, framherji Sambíu, stal senunni með þrennu gegn Hollandi er liðin mættust í F-riðli. Eini gallinn er að Holland skoraði tíu mörk, þar af gerði stórstjarnan Vivianne Miedema fernu. Miedema kom Hollandi yfir á 9. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Lieke Martens forystuna. Staðan var orðin 3-0 eftir stundarfjórðung en Banda minnkaði muninn á 19. mínútu. Í kjölfarið liðu tíu mínútur áður en Miedema skoraði sitt þriðja mark í leiknum og kom Hollandi 4-1 yfir. Hattrick-hero #ZAMNED #Tokyo2020 pic.twitter.com/uFiBbtlj98— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) July 21, 2021 Martens bætti við öðru marki sínu og fimmta marki Hollands áður en Shanice van de Sanden kom Hollandi í 6-1 undir lok fyrri hálfleiks. Miedema skoraði fjórða mark sitt sem og þær Jill Roord, Lineth Beerensteyn og Victoria Pelova bættu við mörkum áður en Banda skoraði tvívegis á tveimur mínútum undir lok leiks. Lokatölur því 10-3 í hreint út sagt ótrúlegum fótboltaleik. Banda varð þar með fyrsta konan frá Afríku til að skora þrennu á Ólympíuleikunum. History for Barbra Banda. The first female African player to score three goals at the @Olympics.The previous best was two goals, set by Mercy Akide for Nigeria in 2000. https://t.co/qnGpD2t9iZ— Craig Hadley (@craighadlee) July 21, 2021 Veislan var ekki búin þar en leikur Sambíu og Hollands stendur upp úr fyrir margar sakir. Barbra Banda, 21 árs framherji Sambíu og Shanghai Shengli í Kína, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Gallinn er að Holland skoraði tíu mörk í leiknum. Hin 38 ára gamla Christine Sinclair hélt upp á 300. landsleik sinn fyrir Kanada með því að skora eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Japan. Christine Sinclair scores her 187th international goal on her 300th appearance for Canada! pic.twitter.com/jWPpyWFyqE— B/R Football (@brfootball) July 21, 2021 Var þetta 187. landsliðsmark Sinclair á ferlinum. Sinclar er aðeins fjórði leikmaður sögunnar til að spila yfir 300 A-landsleiki fyrir þjóð sína. Að lokum vann Ástralía 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Nýja-Sjálandi.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn