Innlent

Fullbólusettur lagður inn á Land­spítala með lungnabólgu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna kórónuveirusmits. 
Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna kórónuveirusmits.  Vísir/Vilhelm

Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu.

„Útbreiðslan er orðin mikil og auk þess var einn einstaklingur lagður inn á Landspítalann í gær með öndunarörðuleika og lungnabólgu. En hann er fullbólusettur,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu.

Fimmtíu og sex greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim eru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. Þrjátíu og átta voru utan sóttkvíar við greiningu. Þetta er mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi það sem af er ári.

Síðast var sjúklingur lagður inn á Landspítala með Covid-19 síðastliðinn laugardag en hann var útskrifaður í fyrradag. Það var fullbólusett öldruð kona.


Tengdar fréttir

56 greindust innanlands í gær

Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.