Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2021 12:00 Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/Jóhann K. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, segist ekki vera í stöðu til að geta sér til um hvort gripið verði til aðgerða, og þá hvers eðlis þær verða. Fréttastofa ræddi við hann í dag áður en tölur um smit gærdagsins voru gerðar ljósar. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Við höfum ákveðna ónotatilfinningu fyrir því að það verði gripið til aðgerða,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Í gær greindust 56 manns með kórónuveiruna hér á landi, meirihlutinn bólusettur. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að ekki væri á dagskrá hjá sér í dag að skila minnisblaði um aðgerðir til heilbrigðisráðherra. Það væri þó alltaf í skoðun og grípa þyrfti til einhvers konar aðgerða. Innan við tvær vikur eru í Þjóðhátíð og segir Hörður að best væri að fá botn í málið sem fyrst. „Undirbúningur er allur á fullu og skipulag hátíðarinnar er á lokametrunum. Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra.“ Í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum er alla jafna margt um mannin um Verslunarmannahelgina.Vísir/Sigurjón Fari svo að Þjóðhátíð fari ekki fram í ár munu margir tilvonandi gestir hátíðarinnar sitja uppi með ónothæfa miða. Hörður segir að leyst verði úr því ef að því kemur. „Það er bara eitthvað sem við höfum ekki skoðað. Við vorum í svipuðu ferli í fyrra þegar búið var að selja töluvert magn af miðum. Þá gat fólk annað hvort fengið endurgreitt eða flutt miðann yfir á hátíðina í ár. Ég reikna með að það yrði eitthvað sams konar fyrirkomulag,“ segir Hörður. Hann segir að hvað sem verður muni skipuleggjendur fylgja tilmælum Almannavarna í einu og öllu. Fari hátíðin fram verði persónulegar sóttvarnir ítrekaðar og allt gert svo hátíðin geti farið sómasamlega fram. Að öllu óbreyttu er það stefnan. „Við stefnum að því að halda Þjóðhátíð og í dag eru engar samkomutakmarkanir í landinu. Á meðan svo er, þá fer Þjóðhátíð fram.“ Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, segist ekki vera í stöðu til að geta sér til um hvort gripið verði til aðgerða, og þá hvers eðlis þær verða. Fréttastofa ræddi við hann í dag áður en tölur um smit gærdagsins voru gerðar ljósar. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Við höfum ákveðna ónotatilfinningu fyrir því að það verði gripið til aðgerða,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Í gær greindust 56 manns með kórónuveiruna hér á landi, meirihlutinn bólusettur. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að ekki væri á dagskrá hjá sér í dag að skila minnisblaði um aðgerðir til heilbrigðisráðherra. Það væri þó alltaf í skoðun og grípa þyrfti til einhvers konar aðgerða. Innan við tvær vikur eru í Þjóðhátíð og segir Hörður að best væri að fá botn í málið sem fyrst. „Undirbúningur er allur á fullu og skipulag hátíðarinnar er á lokametrunum. Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra.“ Í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum er alla jafna margt um mannin um Verslunarmannahelgina.Vísir/Sigurjón Fari svo að Þjóðhátíð fari ekki fram í ár munu margir tilvonandi gestir hátíðarinnar sitja uppi með ónothæfa miða. Hörður segir að leyst verði úr því ef að því kemur. „Það er bara eitthvað sem við höfum ekki skoðað. Við vorum í svipuðu ferli í fyrra þegar búið var að selja töluvert magn af miðum. Þá gat fólk annað hvort fengið endurgreitt eða flutt miðann yfir á hátíðina í ár. Ég reikna með að það yrði eitthvað sams konar fyrirkomulag,“ segir Hörður. Hann segir að hvað sem verður muni skipuleggjendur fylgja tilmælum Almannavarna í einu og öllu. Fari hátíðin fram verði persónulegar sóttvarnir ítrekaðar og allt gert svo hátíðin geti farið sómasamlega fram. Að öllu óbreyttu er það stefnan. „Við stefnum að því að halda Þjóðhátíð og í dag eru engar samkomutakmarkanir í landinu. Á meðan svo er, þá fer Þjóðhátíð fram.“
Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira