Þriggja ára dóttir Kylie Jenner gefur út eigið vörumerki Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júlí 2021 12:08 Hin þriggja ára gamla Stormi er reynslumeiri í viðskiptalífinu en mörg önnur þriggja ára börn. Getty/Gotham Hin þriggja ára gamla Stormi Webster, dóttir viðskiptamógúlsins og raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner, mun feta í fótspor móður sinnar og gefa út sitt eigið vörumerki von bráðar. Þetta kemur fram í nýlegu YouTube-myndbandi Jenner þar sem hún veitir áhorfendum innsýn inn í rekstur snyrtivörufyrirtækis síns Kylie Cosmetics. Jenner stofnaði fyrirtækið árið 2014, þá aðeins 17 ára gömul og er hún í dag metin á 700 milljónir Bandaríkjadollara. Í myndbandinu kemur fram að hin þriggja ára Stormi mæti gjarnan með mömmu sinni í vinnuna og á hún meðal annars sína eigin skrifstofu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem hún sýnir áhorfendum. Stormi er einnig sögð sitja fundi með móður sinni og leika sér með snyrtivörur. „Svo er hún reyndar að gefa út leynilegt vörumerki bráðlega. Við höfum verið að vinna að því í svolítinn tíma en það gengur hratt núna,“ tilkynnir Jenner í myndbandinu. Orðrómur fór af stað fyrir nokkrum vikum þegar Jenner deildi mynd af dóttur sinni í baði og merkti Instagram-reikninginn @kyliebaby. Um er að ræða samþykktan Instagram-reikning sem er með rúmlega 850 þúsund fylgjendur en inniheldur engar myndir. Allt bendir til þess að um væntanlegt vörumerki sé að ræða. Jenner er sögð hafa sótt um leyfi fyrir vörumerkinu árið 2019 sem talið er að muni innihalda vörur eins og kerrur, bleyjutöskur, krem, naglalökk og fatnað. View this post on Instagram A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) Stormi er reynslumeiri í viðskiptalífinu en mörg önnur þriggja ára börn, en hún hannaði förðunarvörulínu ásamt móður sinni fyrr á árinu. Línan einkenndist fjólubláum lit og fiðrildum sem eru í uppáhaldi hjá Stormi. Jenner sagði frá því í myndbandinu að það hefði mótað sig mikið að hafa verið umkringd sterkum kjarnakonum alla ævi og það sama mætti segja um Stormi. „Ég trúi því að maður mótist af þeim sem maður er umkringdur. Stormi á svo sterkar konur í lífi sínu til þess að líta upp til,“ sagði hin 23 ára gamla Jenner. Hún hefur áður greint frá því að hún leggi mikið upp úr því í uppeldinu að Stormi verði klár, góð og metnaðarfull. Hún muni erfa móður sína og ef til vill taka yfir Kylie Cosmetics einn daginn. Starfsmaður Kylie Cosmetics sagði í myndbandinu að aldrei væri að vita nema þau myndu öll vinna fyrir Stormi einn daginn. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni. Hollywood Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Þetta kemur fram í nýlegu YouTube-myndbandi Jenner þar sem hún veitir áhorfendum innsýn inn í rekstur snyrtivörufyrirtækis síns Kylie Cosmetics. Jenner stofnaði fyrirtækið árið 2014, þá aðeins 17 ára gömul og er hún í dag metin á 700 milljónir Bandaríkjadollara. Í myndbandinu kemur fram að hin þriggja ára Stormi mæti gjarnan með mömmu sinni í vinnuna og á hún meðal annars sína eigin skrifstofu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem hún sýnir áhorfendum. Stormi er einnig sögð sitja fundi með móður sinni og leika sér með snyrtivörur. „Svo er hún reyndar að gefa út leynilegt vörumerki bráðlega. Við höfum verið að vinna að því í svolítinn tíma en það gengur hratt núna,“ tilkynnir Jenner í myndbandinu. Orðrómur fór af stað fyrir nokkrum vikum þegar Jenner deildi mynd af dóttur sinni í baði og merkti Instagram-reikninginn @kyliebaby. Um er að ræða samþykktan Instagram-reikning sem er með rúmlega 850 þúsund fylgjendur en inniheldur engar myndir. Allt bendir til þess að um væntanlegt vörumerki sé að ræða. Jenner er sögð hafa sótt um leyfi fyrir vörumerkinu árið 2019 sem talið er að muni innihalda vörur eins og kerrur, bleyjutöskur, krem, naglalökk og fatnað. View this post on Instagram A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) Stormi er reynslumeiri í viðskiptalífinu en mörg önnur þriggja ára börn, en hún hannaði förðunarvörulínu ásamt móður sinni fyrr á árinu. Línan einkenndist fjólubláum lit og fiðrildum sem eru í uppáhaldi hjá Stormi. Jenner sagði frá því í myndbandinu að það hefði mótað sig mikið að hafa verið umkringd sterkum kjarnakonum alla ævi og það sama mætti segja um Stormi. „Ég trúi því að maður mótist af þeim sem maður er umkringdur. Stormi á svo sterkar konur í lífi sínu til þess að líta upp til,“ sagði hin 23 ára gamla Jenner. Hún hefur áður greint frá því að hún leggi mikið upp úr því í uppeldinu að Stormi verði klár, góð og metnaðarfull. Hún muni erfa móður sína og ef til vill taka yfir Kylie Cosmetics einn daginn. Starfsmaður Kylie Cosmetics sagði í myndbandinu að aldrei væri að vita nema þau myndu öll vinna fyrir Stormi einn daginn. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni.
Hollywood Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira