Innlent

23 stelpur í sóttkví eftir að kennari smitaðist á Laufásborg

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Leikskólinn Laufásborg stendur við Laufásveg.
Leikskólinn Laufásborg stendur við Laufásveg. Reykjavíkurborg

23 stúlkur á leikskólanum Laufásborg voru sendar í sóttkví eftir að leikskólakennari greindist með kórónuveiruna á sunnudag. Annar kennari greindist með veiruna í morgun, að sögn leikskólastýru.

Auk stúlknanna eru samkennarar, sem unnu með fyrri kennaranum sem smitaðist, einnig í sóttkví. Allir kennarar Laufásborgar eru bólusettir.

Jensína Edda Hermannsdóttir skólastýra á Laufásborg segir í samtali við fréttastofu að ítrustu sóttvarna hafi verið gætt og foreldrar tafarlaust látnir vita þegar kennarinn greindist. Þeir hafi tekið fregnunum af miklu æðruleysi og samstarf með sóttvarnayfirvöldum verið gott.

„En síðan kemur upp sú staða að það er einn kennari í morgun að greinast þannig það er ný staða hjá okkur sem við erum að skoða,“ segir Jensína. Litlar líkur séu þó taldar á smiti meðal barnanna - ekkert þeirra hafi greinst hingað til og reiknað með að þau losni úr sóttkví á morgun. 

Þetta er í fyrsta sinn sem leikskólinn glímir við veiruna frá upphafi faraldursins.

„Þetta er ótrúlega bagalegt, eins og ein fjölskyldan bara á leið í útilegu, allt dótið tilbúið á ganginum og það var bara sett á „hold“ með þrjú lítil börn,“ segir Jensína.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.