Þrettán ára drengur myrtur í skólanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2021 08:09 Talið er að sextán ára gamall drengur hafi myrt þrettán ára gamlan skólabróður sinn í gær. Getty/Joseph Nair Sextán ára gamall drengur í Singapúr hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt samnemanda sinn eftir að þrettán ára gamall drengur fannst látinn á baðherbergi í skólanum í gær. Talið er að drengurinn hafi verið myrtur með öxi, sem hald var lagt á í skólanum í gær. Sextán ára samnemandi hans var handtekinn stuttu eftir að líkið fannst en ekki er talið að drengirnir hafi þekkst. Talið er að meintur morðingi hafi keypt öxina á internetinu. Svo alvarlegt ofbeldi er óalgengt í skólum í Singapúr, en þar er glæpatíðnin meðal lægstu í heimi. Málið hefur vakið mikla athygli í landinu. Eftir að lík drengsins fannst var skólanum, River Valley High School, lokað tímabundið og öllum nemendum haldið inni í kennslustofum. Breska ríkisútvarpið segir að nemendurngir, sem hafi verið lokaðir inni, hafi sent foreldrum og vinum sínum skilaboð um að manneskja vopnuð öxi væri inni í skólanum. Mikil hræðsla hafi gripið um sig meðal nemenda. Þeim var hleypt heim eftir nokkra bið en samnemandi þeirra handtekinn. Hinn meinti morðingi var leiddur fyrir dómara í Singapúr í morgun en hann gæti átt dauðrefsingu yfir höfði sér. Þó er það talið ólíklegt, þar sem hann hefur ekki náð átján ára aldri, og er talið að hann muni að mestu sæta ævilöngum fangelsisdómi. Saksóknarar óskuðu eftir því við dómara að drengurinn yrði sendur strax í sálfræðilegt mat. Drengurinn er sagður hafa verið inni á geðdeild áður eftir að hann reyndi að taka eigið líf árið 2019. Hvorki er hægt að nafngreina myrta drenginn né þann sem talið er að hafi myrt hann þar sem hvorugur hefur náð átján ára aldri. Singapúr Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Talið er að drengurinn hafi verið myrtur með öxi, sem hald var lagt á í skólanum í gær. Sextán ára samnemandi hans var handtekinn stuttu eftir að líkið fannst en ekki er talið að drengirnir hafi þekkst. Talið er að meintur morðingi hafi keypt öxina á internetinu. Svo alvarlegt ofbeldi er óalgengt í skólum í Singapúr, en þar er glæpatíðnin meðal lægstu í heimi. Málið hefur vakið mikla athygli í landinu. Eftir að lík drengsins fannst var skólanum, River Valley High School, lokað tímabundið og öllum nemendum haldið inni í kennslustofum. Breska ríkisútvarpið segir að nemendurngir, sem hafi verið lokaðir inni, hafi sent foreldrum og vinum sínum skilaboð um að manneskja vopnuð öxi væri inni í skólanum. Mikil hræðsla hafi gripið um sig meðal nemenda. Þeim var hleypt heim eftir nokkra bið en samnemandi þeirra handtekinn. Hinn meinti morðingi var leiddur fyrir dómara í Singapúr í morgun en hann gæti átt dauðrefsingu yfir höfði sér. Þó er það talið ólíklegt, þar sem hann hefur ekki náð átján ára aldri, og er talið að hann muni að mestu sæta ævilöngum fangelsisdómi. Saksóknarar óskuðu eftir því við dómara að drengurinn yrði sendur strax í sálfræðilegt mat. Drengurinn er sagður hafa verið inni á geðdeild áður eftir að hann reyndi að taka eigið líf árið 2019. Hvorki er hægt að nafngreina myrta drenginn né þann sem talið er að hafi myrt hann þar sem hvorugur hefur náð átján ára aldri.
Singapúr Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira