Innlent

Brutust inn í skúr en vildu meina að hann hafi verið opinn

Árni Sæberg skrifar
Lögreglan á Suðurlandi hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku.
Lögreglan á Suðurlandi hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um innbrot í skúr í miðbænum í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru þrír einstaklingar í skúrnum. Þeir gáfu þær skýringar að skúrinn hafi verið opinn þegar að var komið. Þetta segir í dagbók lögreglu.

Lögreglan lagði hald á reiðhjól og rafmagnshlaupahjól sem mögulegt þýfi í skúrnum.

Að öðru leiti var gærkvöldið og nóttin róleg hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vænta má að hún fagni því eftir erilsama síðustu daga.

Þó var eitthvað um umferðarlagabrot að vanda. Í miðbænum var einn ökumaður stöðvaður og reyndist vera án ökuréttinda og annar sem hafði ekið gatnamót gegn rauðu ljósi.

Í Garðabæ var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.