Hertar aðgerðir í ósamræmi við traust á bólusetningum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júlí 2021 22:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óttast að aðgerðir innanlands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag. „Að mínu mati stingur þetta aðeins í stúf við traust okkar á bólusetningum og vonir mínar persónulega, sem stóðu til þess að þegar búið væri að bólusetja eins marga og við mögulega getum hérlendis, að þá stæði ekki ógn af bólusettu fólki sem ferðaðist hingað,“ sagði Áslaug Arna, sem var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Auðvitað er maður alltaf að reyna að horfa til þess að koma lífinu aftur í samt horf, hvort sem það er innanlands eða við landamærin. Og það sem maður hefur kannski áhyggjur af er að þessi rök yrðu síðan einnig notuð til að fara í innanlandstakmarkanir, þegar staðan er bara orðin önnur,“ sagði hún. Næsta verkefni að meta áhrif veirunnar á bólusetta Aðgerðirnar sem voru kynntar í morgun felast í því að allir sem koma til landsins verði að sýna fram á neikvætt próf við Covid-19, einnig þeir sem eru fullbólusettir. Þær taka gildi eftir viku. „Það sem maður spyr sig að er auðvitað bara hvort að reynsla landa sem eru komin langt í bólusetningu viðkvæmra hópa, til dæmis, gefi tilefni til að ætla að álag á heilbrigðiskerfið og útbreiðsla veikindanna réttlæti að nýju umfangsmiklar sóttvarnaráðstafanir. Og það er auðvitað það nýja mat sem að þarf að fara fram; hversu skæð veiran er á bólusett fólk miðað við hvernig hún var þegar bólusetningar voru ekki inni í myndinni,“ sagði Áslaug. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, gagnrýndi ríkisstjórnina í samtali við Vísi í dag eftir að aðgerðirnar voru kynntar. Hann sagði ákvörðunina mikil vonbrigði, fólki í ferðaþjónustunni fyndist hún óskiljanleg og loks að ríkisstjórnin hefði ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnarlækni í þessu máli. Innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Jóhannesar sagði Áslaug: „Þarna var auðvitað farin mildari leið en lögð var til með því að samþykkja líka hraðpróf, sem er talsvert aðgengilegra að fá og ódýrara fyrir fólk. Að sama skapi bind ég auðvitað vonir við það að þessar aðgerðir sé óþarfi en hafi líka ekki of mikil áhrif á þá sem vilja koma hingað til landsins.“ Þó virðist hún óttast að hið gagnstæða muni gerast því síðar í þættinum sagðist hún telja að álag á starfsfólk Keflavíkurflugvallar myndi ekki aukast: „Ég myndi telja að með þessu yrði líklega einhver fækkun í komum hingað. Það eru ekki mörg ef eitthvað land með auknar kröfur á bólusetta ferðamenn,“ sagði hún. „Það er spurning hvort að Ísland verði enn þá jafn spennandi valkostur eftir þessar ákvarðanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
„Að mínu mati stingur þetta aðeins í stúf við traust okkar á bólusetningum og vonir mínar persónulega, sem stóðu til þess að þegar búið væri að bólusetja eins marga og við mögulega getum hérlendis, að þá stæði ekki ógn af bólusettu fólki sem ferðaðist hingað,“ sagði Áslaug Arna, sem var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Auðvitað er maður alltaf að reyna að horfa til þess að koma lífinu aftur í samt horf, hvort sem það er innanlands eða við landamærin. Og það sem maður hefur kannski áhyggjur af er að þessi rök yrðu síðan einnig notuð til að fara í innanlandstakmarkanir, þegar staðan er bara orðin önnur,“ sagði hún. Næsta verkefni að meta áhrif veirunnar á bólusetta Aðgerðirnar sem voru kynntar í morgun felast í því að allir sem koma til landsins verði að sýna fram á neikvætt próf við Covid-19, einnig þeir sem eru fullbólusettir. Þær taka gildi eftir viku. „Það sem maður spyr sig að er auðvitað bara hvort að reynsla landa sem eru komin langt í bólusetningu viðkvæmra hópa, til dæmis, gefi tilefni til að ætla að álag á heilbrigðiskerfið og útbreiðsla veikindanna réttlæti að nýju umfangsmiklar sóttvarnaráðstafanir. Og það er auðvitað það nýja mat sem að þarf að fara fram; hversu skæð veiran er á bólusett fólk miðað við hvernig hún var þegar bólusetningar voru ekki inni í myndinni,“ sagði Áslaug. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, gagnrýndi ríkisstjórnina í samtali við Vísi í dag eftir að aðgerðirnar voru kynntar. Hann sagði ákvörðunina mikil vonbrigði, fólki í ferðaþjónustunni fyndist hún óskiljanleg og loks að ríkisstjórnin hefði ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnarlækni í þessu máli. Innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Jóhannesar sagði Áslaug: „Þarna var auðvitað farin mildari leið en lögð var til með því að samþykkja líka hraðpróf, sem er talsvert aðgengilegra að fá og ódýrara fyrir fólk. Að sama skapi bind ég auðvitað vonir við það að þessar aðgerðir sé óþarfi en hafi líka ekki of mikil áhrif á þá sem vilja koma hingað til landsins.“ Þó virðist hún óttast að hið gagnstæða muni gerast því síðar í þættinum sagðist hún telja að álag á starfsfólk Keflavíkurflugvallar myndi ekki aukast: „Ég myndi telja að með þessu yrði líklega einhver fækkun í komum hingað. Það eru ekki mörg ef eitthvað land með auknar kröfur á bólusetta ferðamenn,“ sagði hún. „Það er spurning hvort að Ísland verði enn þá jafn spennandi valkostur eftir þessar ákvarðanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
„Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36