Innlent

Tvö út­köll vegna vélar­vana báta í kvöld

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunarbátur og björgunarskip hafa verið send til aðstoðar vélarvana bátnum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Björgunarbátur og björgunarskip hafa verið send til aðstoðar vélarvana bátnum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Björgunarskip frá Grindavík og björgunarbátur frá Þorlákshöfn eru nú á leið að vélarvana báti suðvestur af Þorlákshöfn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Áætlað er að komið verði að bátnum um ellefuleytið og hann þá tekinn í tog til næstu hafnar. Reikna má með að það taki fram á nótt.

Fyrr í kvöld var björgunarskipið Húnabjörg frá Skagaströnd sent til aðstoðar öðrum vélarvana báti undan Hornbjargi. Tveir menn voru um borð og var engin bráð hætta talin á ferðum. Báturinn var tekinn í tog að næstu höfn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.