Innlent

Níu greindust innanlands, enginn í sóttkví

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bólusetningarröð.
Bólusetningarröð. Vísir/Vilhelm

Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, enginn þeirra í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum.

Þá greindust sjö með veiruna á landamærum. Ekki er enn vitað hversu stór hluti hinna smituðu, bæði innanlands og á landamærum, er bólusettur. Það sé þó meirihlutinn, að því er segir í tilkynningu.

379 eru í sóttkví eftir daginn í gær og 111 smitaðir í einangrun. Fleiri fari í sóttkví eftir daginn í dag. Þá sé verið að rekja smit sem greindust seint í gærkvöldi en almannavarnir árétta þó í tilkynningu að tölurnar séu til bráðabirgða. Allir sem sýni minnstu einkenni, bólusettir sem óbólusettir, fari í sýnatöku.

Fréttin verður uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.