Britney ætlar ekki að spila á tónleikum á meðan faðir hennar stjórnar ferlinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2021 10:11 Britney hefur ekki komið fram á sviði síðan 2018 og ætlar ekki að gera það fyrr en faðir hennar missir forræði yfir henni. Getty/Gareth Cattermole Söngkonan Britney Spears segist ekki ætla að spila aftur á tónleikum á meðan faðir hennar stjórnar ferli hennar. Faðir hennar, Jamie Spears, hefur farið með forræði yfir söngkonunni frá árinu 2008 og hefur Britney lýst því að hún hafi engin völd yfir eigin lífi. Þetta segir Britney í tilfinningaþrunginni Instagram-færslu og breska ríkisútvarpið greinir frá. „Þetta forræðismál hefur drepið drauma mína,“ skrifaði stjarnan í langri Instagram-færslu. „Allt sem ég hef núna er von.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Greint var frá því fyrr í vikunni að Britney vilji kæra föður sinn fyrir að hafa misbeitt valdi sínu yfir henni. Hann, ásamt fleirum, fékk forræði yfir henni árið 2008 eftir að Britney hafði glímt við andleg veikindi og hún talin glíma við vímuefnavanda. „Ég ætla ekki að koma fram á sviði á næstunni á meðan pabbi minn stjórnar því hverju ég klæðist, hvað ég segi eða hvað ég hugsa,“ skrifar Britney. Hún hefur ekki stigið á svið síðan 2018. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég vil miklu frekar deila myndböndum af mér heima í stofu en á sviði í Vegas. Ég ætla ekki að stífmála mig og reyna reyna reyna á sviði aftur og geta ekki verið samkvæm sjálfri mér vegna endurgerða af lögunum mínum í fleiri ár.“ Þá segist hún ekki hrifin af nýlegum heimildarmyndum um líf hennar og segir hún „niðurlægjandi augnablik úr fortíðinni“ hafa verið meginefni myndanna. „Ég er löngu komin yfir þetta.“ Stjarnan hefur ítrekað gagnrýnt heimildarmyndir um líf hennar, þar á meðal Framing Britney Spears sem hefur verið tilnefnd til tveggja Emmy verðlauna. Myndin, auk #FreeBritney hreyfingarinnar hefur vakið gríðarlega mikla athygli á sjálfræðisbaráttu stjörnunnar og hefur stór hluti almennings gengið í lið með henni vegna frásagna um eðli forræðisins yfir henni. Frásögn hennar fyrir dómi í síðasta mánuði vakti gríðarlega athygli en þar lýsti hún því að hún hafi verið þvinguð til að taka geðlyf, sem hún þurfi ekki á að halda, hún hafi verið neydd til að setja upp hormónalykkjuna, sem er getnaðarvörn sem komið er fyrir í legi, þrátt fyrir að hún vilji fleiri börn og hún hafi verið neydd til að koma fram á tónleikum. Á miðvikudag fékk hún leyfi frá dómstólum til að ráða eigin lögmann í málið en frá upphafi þess hefur hún haft lögmann sem skipaður var af dómstólum. Í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn nauðsynlegum gögnum til að fella forræðið yfir henni úr gildi, þrátt fyrir vilja hennar til þess, og sagði hann af sér í kjölfarið. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears opnar sig Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja. 16. júlí 2021 23:18 Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23 Britney fær að velja sér lögmann Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum úrskurðaði í nótt að poppstjörnunni Britney Spears sé heimilt að ráða sér lögmann. 15. júlí 2021 07:21 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Þetta segir Britney í tilfinningaþrunginni Instagram-færslu og breska ríkisútvarpið greinir frá. „Þetta forræðismál hefur drepið drauma mína,“ skrifaði stjarnan í langri Instagram-færslu. „Allt sem ég hef núna er von.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Greint var frá því fyrr í vikunni að Britney vilji kæra föður sinn fyrir að hafa misbeitt valdi sínu yfir henni. Hann, ásamt fleirum, fékk forræði yfir henni árið 2008 eftir að Britney hafði glímt við andleg veikindi og hún talin glíma við vímuefnavanda. „Ég ætla ekki að koma fram á sviði á næstunni á meðan pabbi minn stjórnar því hverju ég klæðist, hvað ég segi eða hvað ég hugsa,“ skrifar Britney. Hún hefur ekki stigið á svið síðan 2018. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég vil miklu frekar deila myndböndum af mér heima í stofu en á sviði í Vegas. Ég ætla ekki að stífmála mig og reyna reyna reyna á sviði aftur og geta ekki verið samkvæm sjálfri mér vegna endurgerða af lögunum mínum í fleiri ár.“ Þá segist hún ekki hrifin af nýlegum heimildarmyndum um líf hennar og segir hún „niðurlægjandi augnablik úr fortíðinni“ hafa verið meginefni myndanna. „Ég er löngu komin yfir þetta.“ Stjarnan hefur ítrekað gagnrýnt heimildarmyndir um líf hennar, þar á meðal Framing Britney Spears sem hefur verið tilnefnd til tveggja Emmy verðlauna. Myndin, auk #FreeBritney hreyfingarinnar hefur vakið gríðarlega mikla athygli á sjálfræðisbaráttu stjörnunnar og hefur stór hluti almennings gengið í lið með henni vegna frásagna um eðli forræðisins yfir henni. Frásögn hennar fyrir dómi í síðasta mánuði vakti gríðarlega athygli en þar lýsti hún því að hún hafi verið þvinguð til að taka geðlyf, sem hún þurfi ekki á að halda, hún hafi verið neydd til að setja upp hormónalykkjuna, sem er getnaðarvörn sem komið er fyrir í legi, þrátt fyrir að hún vilji fleiri börn og hún hafi verið neydd til að koma fram á tónleikum. Á miðvikudag fékk hún leyfi frá dómstólum til að ráða eigin lögmann í málið en frá upphafi þess hefur hún haft lögmann sem skipaður var af dómstólum. Í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn nauðsynlegum gögnum til að fella forræðið yfir henni úr gildi, þrátt fyrir vilja hennar til þess, og sagði hann af sér í kjölfarið.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears opnar sig Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja. 16. júlí 2021 23:18 Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23 Britney fær að velja sér lögmann Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum úrskurðaði í nótt að poppstjörnunni Britney Spears sé heimilt að ráða sér lögmann. 15. júlí 2021 07:21 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears opnar sig Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja. 16. júlí 2021 23:18
Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23
Britney fær að velja sér lögmann Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum úrskurðaði í nótt að poppstjörnunni Britney Spears sé heimilt að ráða sér lögmann. 15. júlí 2021 07:21