Lífið

Britney fær að velja sér lögmann

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Britney Spears á tónleikum árið 2016.
Britney Spears á tónleikum árið 2016. Vísir/Getty

Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum úrskurðaði í nótt að poppstjörnunni Britney Spears sé heimilt að ráða sér lögmann.

Britney reynir nú að losna undan forræði föðurs síns en hann hefur í áraraðir haft lagalegt forræði yfir öllum hennar gjörðum. Britney hafði hingað til verið skaffaður lögmaður af dómstólum en sá sagði sig frá málinu á dögunum. Britney fór þá fram á að hún fengi að ráða því sjálf hvaða lögmaður færi með mál hennar og féllst dómarinn á það.

Fjöldi fólks var kominn saman fyrir framan dómhúsið í Los Angeles en aðdáendur stjörnunnar hafa lengi barist fyrir því að hún fái að ráða sér sjálf.

Spears, sem er þrjátíu og níu ára gömul hefur verið á forræði föður síns frá árinu 2008 þegar óttast var um geðræna heilsu hennar. Síðan þá hefur hann stjórnað öllum hennar málum en gagnrýni á þetta fyrirkomulag hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu ár.


Tengdar fréttir

Lög­maður Brit­n­ey hættir

Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.