Erlent

Þrennt lést í flugslysi í Þýskalandi

Árni Sæberg skrifar
Flugvélin var af gerðinni Piper. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Flugvélin var af gerðinni Piper. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Wikipedia

Lítil flugvél brotlenti í Baden-Württemberg í Þýskalandi í dag. Í vélinni voru þrjár manneskjur sem létust allar.

Slökkvi- og sjúkralið var kallað út í dag nálægt bænum Steinenbronn í Þýskalandi. Smáflugvél af gerðinni Piper hafði brotlent í skóglendinu þar. Vélin tók á loft frá flugvellinum í Stuttgart í morgun með þrjá innanborðs. Staðfest hefur verið að flugmaðurinn og tveir farþegar hans hafi látist í slysinu.

Rannsókn á slysinu stendur enn yfir og ekkert er vitað um tildrög þess að svo stöddu. Flugumferðarstjórn í Baden-Württemberg hefur gefið út að flugmaðurinn hafi ekki tilkynnt um vandræði á fluginu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×