Fótbolti

Gengu af velli eftir kynþáttaníð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá æfingu þýska landsliðsins.
Frá æfingu þýska landsliðsins. Arne Dedert/Getty

Ólympíulið Þýskaland í knattspyrnu gekk af velli fimm mínútum fyrir leikslok er liðið spilaði vináttuleik við Hondúras vegna kynþáttafordóma.

Ólympíuliðið spilaði æfingaleik við Hondúras í Japan en liðin höfðu ákveðið að spila þrisvar sinnum þrjátíu mínútur.

Leikar stóðu 1-1 er fimm mínútur voru eftir en þeir þýsku ákváðu að ganga af velli eftir að varnarmaðurinn Jordan Torunarigha hafði orðið fyrir barðinu á kynþáttafordómum.

Þýska liðið staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni en forráðamenn Hondúras segja að um misskilning hafi verið að ræða inni á vellinum.

Þýskaland er í riðli með Brasilíu, Fílabeinsströndinni og Sádi Arabíu en Hondúras er í riðli með Nýja Sjálandi, Suður Kóreu og Rúmeníu.

Hefst mótið 21. júlí og stendur til 7. ágúst en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag kom upp kórónuveirusmit í Ólympíuþorpinu sem hefur vakið upp áhyggjur íþróttafólksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×