Innlent

Mikill erill vegna slagsmála á djamminu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur í nótt. 
Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur í nótt.  Vísir/Vilhelm

Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur undir morgun og þurfti lögregla nokkrum sinnum að stíga inn í slagsmál sem brutust út fyrir utan skemmtistaði. Tvisvar var sjúkrabíll kallaður út að skemmtistað í nótt eftir að gestur datt og meiddi sig. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Tilkynnt var um bakpoka, sem var í óskilamunum á skemmtistað í miðbænum í nótt. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema að hnífar og fíkniefnaleifar fundust í bakpokanum, sem var haldlagður af lögreglu. 

Þá var tilkynnt um mann með hamar í miðbænum en lögregla lagði hald á hann. Tlkynnt var um nokur eignaspjöll í miðbænum og fjórir voru stöðvaðir af lögreglu við akstur, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Voru þeir allir sendir í blóðsýnatöku. 

Tilkynnt var um ölvaðan mann sem var til vandræða í Hafnarfirði en honum var vísað á brott af lögreglu. Tveir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Þeim var sleppt lausum að blóðsýnatöku lokinni. 

Þá var lögregla kölluð til í Breiðholti vegna ölvaðs manns sem hafði slasað sig. Einn var stöðvaður af lögreglu grunaður um akstur undir áhrifum fikniefna. Hann var látinn laus að sýnatöku lokinni. Annar var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, án ökuréttinda, vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Hann var látinn laus að blóðsýnatöku lokinni. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.