Rúmlega fimm hundruð biðstöðvar Strætó fá ný nöfn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júlí 2021 14:38 Strætó við Hlemm Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Nöfnum á rúmlega 500 biðstöðvum Strætó verður breytt í næsta mánuði. Leitast hefur verið við að nýju nöfnin séu eins lýsandi og hægt er fyrir staðsetningu viðkomandi stöðva og hægt er. Nöfnum á rúmlega 500 biðstöðvum Strætó verður breytt í næsta mánuði. Leitast hefur verið við að nýju nöfnin séu eins lýsandi og hægt er fyrir staðsetningu viðkomandi stöðva og hægt er. Í tilkynningu frá Strætó segir að í margar biðstöðvar beri nokkuð löng og flókin nöfn sem komi niður á „læsileika upplýsinga á leiðakortum, skiltum eða á skjánum inni í vögnunum." Þá geti of löng eða flókin nöfn geta einnig gert viðskiptavinum erfiðara fyrir að fóta sig innan leiðakerfisins. Sem dæmi um breytingar má nefna að biðstöðin Sæbraut/Vitastígur fær nafnið Sólfarið, biðstöðin Nauthólsvegur/Natura fær nafnið Öskjuhlíð en lista yfir allar breytingarnar má nálgast í meðfylgjandi skjali hér að neðan. Nýju nöfn biðstöðvanna voru unnin samkvæmt eftirfarandi leiðaljósum: Leitast skal við að hafa nöfnin eins lýsandi og hægt er fyrir staðsetningu stöðvarinnar. Einnig skal passa upp á að nöfn biðstöðvarinnar „eldist vel“. Dæmi um hvernig velja á nafn á biðstöð: Þekkt kennileiti - sem eru uppi í dag eða hluti af sögulegri arfleifð. Opinberar stofnanir (íþróttafélög, söfn, kirkjur, skólar o.fl.) Götuheiti Nöfn á biðstöðvum skulu ekki vera of löng. Forðast skal notkun á skástrikum til þess að gera nöfn biðstöðvanna tvískipt. Leitast skal við að hafa nöfn biðstöðvanna á íslensku. Leitast skal við að nefna biðstöðvar ekki eftir einkafyrirtækjum. Meginreglan er sú að biðstöðvar bera sama nafn sitthvoru megin við götuna. Reiknað er með að breytingarnar taki gildi 15. ágúst næstkomandi en íbúar sem vilja koma á framfæri ábendingum að breyttum nöfnum geta sent skilabod á bidstodvar@straeto.is Tengd skjöl Ný_nöfn_á_stöðvarPDF295KBSækja skjal Samgöngur Strætó Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Nöfnum á rúmlega 500 biðstöðvum Strætó verður breytt í næsta mánuði. Leitast hefur verið við að nýju nöfnin séu eins lýsandi og hægt er fyrir staðsetningu viðkomandi stöðva og hægt er. Í tilkynningu frá Strætó segir að í margar biðstöðvar beri nokkuð löng og flókin nöfn sem komi niður á „læsileika upplýsinga á leiðakortum, skiltum eða á skjánum inni í vögnunum." Þá geti of löng eða flókin nöfn geta einnig gert viðskiptavinum erfiðara fyrir að fóta sig innan leiðakerfisins. Sem dæmi um breytingar má nefna að biðstöðin Sæbraut/Vitastígur fær nafnið Sólfarið, biðstöðin Nauthólsvegur/Natura fær nafnið Öskjuhlíð en lista yfir allar breytingarnar má nálgast í meðfylgjandi skjali hér að neðan. Nýju nöfn biðstöðvanna voru unnin samkvæmt eftirfarandi leiðaljósum: Leitast skal við að hafa nöfnin eins lýsandi og hægt er fyrir staðsetningu stöðvarinnar. Einnig skal passa upp á að nöfn biðstöðvarinnar „eldist vel“. Dæmi um hvernig velja á nafn á biðstöð: Þekkt kennileiti - sem eru uppi í dag eða hluti af sögulegri arfleifð. Opinberar stofnanir (íþróttafélög, söfn, kirkjur, skólar o.fl.) Götuheiti Nöfn á biðstöðvum skulu ekki vera of löng. Forðast skal notkun á skástrikum til þess að gera nöfn biðstöðvanna tvískipt. Leitast skal við að hafa nöfn biðstöðvanna á íslensku. Leitast skal við að nefna biðstöðvar ekki eftir einkafyrirtækjum. Meginreglan er sú að biðstöðvar bera sama nafn sitthvoru megin við götuna. Reiknað er með að breytingarnar taki gildi 15. ágúst næstkomandi en íbúar sem vilja koma á framfæri ábendingum að breyttum nöfnum geta sent skilabod á bidstodvar@straeto.is Tengd skjöl Ný_nöfn_á_stöðvarPDF295KBSækja skjal
Samgöngur Strætó Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira