Lífið

Myrtu alla James Bond

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hér má sjá James Bond, sem Daniel Craig leikur, skotinn í íkonískri upphafssenu.
Hér má sjá James Bond, sem Daniel Craig leikur, skotinn í íkonískri upphafssenu. Skjáskot

Netverjar nokkrir tóku sig til og bjuggu til dauðasenur fyrir hvern James Bond, það er hverja útgáfu njósnarans sem leikin er af hverjum leikara. Netverjarnir sem um ræðir eru tæknibrellusérfræðingar sem halda úti YouTube-rásinni Corridor Crew.

Corridor Crew teymið vill meina að James Bond sé dulnefni fyrir þann sem vinni við hættulegasta starf í heimi. James Bond sé ekki ein manneskja heldur gangi James Bond titillinn á milli mismunandi njósnara. Í myndunum sé hins vegar ítrekað skipt um leikara án þess að útskýra hvað hafi gerst: hvort fyrri Bond hafi dáið, hafi fengið nýtt andlit, eða sest í helgan stein.

Þeir tóku sig því til og klipptu saman dauðasenur fyrir hvern Bondinn, en alls hafa sjö leikarar farið með hlutverk njósnarans fræga, 007. Í leiðinni kepptust þeir við að búa til eins skemmtilegan, ef svo má að orði komast, dauðdaga fyrir hvern Bond.

Hér má sjá alla dauðdagana samanklippta: 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.