Innlent

Bílvelta við Rauðavatn í nótt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bíllinn er verulega illa farinn.
Bíllinn er verulega illa farinn. Aðsend

Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í nótt eftir að bíll valt á Suðurlandsvegi nærri Rauðavatni rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Greint var frá slysinu í fréttaskeyti lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Sjúkrabíll og lögregla voru send á vettvang en meiðsli þeirra sem voru í bílnum eru líkast til ekki alvarleg miðað við umfang útkallsins hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan sinnti nokkrum fjölda útkalla vestan Elliðaár í nótt. Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferði þar sem viðkomandi var sagður reyna að opna bifreiðar á tiltekinni götu. Lögreglumenn óku um hverfið án þess að finna viðkomandi. Hann var ekki tilkynntur aftur.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar. Maður sagðist hafa séð annan fara með rafmagnshlaupjól inn í hús. Lögregla rannsakaði málið og var rökstuddur grunur um að hjólið væri þýfi. Hjólið var haldlagt í þágu rannsóknar málsins. Þjófurinn er sagður þekktur hjá lögreglu vegna fyrri afbrota.

Annar íbúi tilkynnti sömuleiðis þjófnað á hlaupahjóli úr fjölbýlishúsi.

Karlmaður var sleginn fyrir utan öldurhús í miðborginni. Hann var fluttur á með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Ástand hans liggur ekki fyrir.

Þá var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var látinn laus eftir sýnatöku. Nokkrar tilkynningar um ölvunarónæði í miðborginni bárust lögreglu. Þær voru fljótafgreiddar segir í fréttaskeyti lögreglu.

Rólegra var á lögreglustöð þrjú sem sinnir meðal annars Kópavogi og Breiðholti. Tilkynnt var um þjófnað í matvöruverslun og var málið afgreitt á vettvangi. Þá er innbrot á heimili í nótt til rannsóknar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.