Innlent

Rigning á Akureyri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þetta niðurfall hefur ekki haft mikið að gera undanfarin mánuð eða svo, þangað til í dag.
Þetta niðurfall hefur ekki haft mikið að gera undanfarin mánuð eða svo, þangað til í dag. Vísir/Tryggvi

Akureyringum hefur ef til vill brugðið í brún þegar þeir litu út um gluggann í dag. Sólargeislunum sem dansað hafa í Eyjafirði nær sleitulaust í mánuð hefur verið skipt út fyrir rigningardropa.

Samkvæmt úttekt staðarmiðilsins Akureyri.net hefur ekki rignt að ráði á Akureyri í heilan mánuð, eða frá 14. júní síðastliðnum, og að raunar sé það skjalfest frá Veðurstofunni að úrkoman síðustu tuttugu daga hafi verið heilir 0,0 millimetrar. Sem sagt ekki dropi, þangað til í dag.

Sumum finnst rigningin því ef til vill kærkomin, enda er gróður víða farinn að skrælna í bænum.

Á vef Veðurstofunnar má einnig sjá að víða á landinu er rigningarlegt í dag, en allvíða er súld eða rigning.

Veðurhorfur á landinu

Snýst í vestan og suðvestan 5-13 m/s með skúrum, en hægari NA-til. Gengur í vestan 10-18 SA-til í kvöld og snarpar vindhviður við fjöll þar. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast fyrir austan.

Suðlæg átt, 5-13 m/s á morgun og allvíða dálítil rigning eða súld, en lengst af bjart N- og A-lands. Hiti 9 til 22 stig, hlýjast NA-til.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Suðvestlæg átt, 5-13 m/s. Rigning eða súld með köflum og skúrir seinnipartinn, en víða bjartviðri eystra. Hiti 9 til 20, hlýjast NA-til.

Á laugardag:

Vestlæg átt, 3-10 m/s, skýjað með köflum og úrkomulítið, en léttskýjað SA-lands. Léttir víða til seinnipartinn. Hiti 9 til 20 stig, hlýjast á SA-landi.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:

Líklega suðvestanátt með þokusúld á V-verðu landinu, en annars bjart og mjög hlýtt veður.


Tengdar fréttir

Ferða­menn fylgist með veður­spá næstu daga

Suðlægar og suðvestlægar áttir munu ráða ríkjum hér á landi, og valda vætu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Áfram má gera ráð fyrir ágætisveðri á Norður- og Austurlandi, þar sem verður úrkomulítið og talsvert sólskin með tilheyrandi hlýindum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.