Lífið

Halda loks opnunarpartí eftir tveggja ára lokun

Snorri Másson skrifar
Endurbættur Húrra opnar á föstudaginn 16. júlí.
Endurbættur Húrra opnar á föstudaginn 16. júlí. Aðsend

Skemmti- og tónleikastaðurinn Húrra í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur opnar dyr sínar aftur fyrir gestum í opnunarpartíi á föstudaginn. Á dagskrá er djamm, og það er opið til hálffimm eins og áður fyrr.

Húrra var um árabil einn vinsælasti skemmtistaður í miðbænum en hætti starfsemi haustið 2019. Í millitíðinni rak sjónvarpsmaðurinn Guðmundur Benediktsson sinn sportbar Gumma ben en sá rekstur varð ekki langlífari en sem nam tæpu ári.

Staðurinn er með ögn breyttu sniði frá því sem áður var, en veitingamaðurinn Jón Mýrdal stendur að baki nýjum stað.

Opnunarhátíðin hefst á föstudaginn kl. 18 og stendur fram á rauða nótt. DJ Melly sér um tónlistarvalið frá 19:00 þar til HIPSUMHAPS stígur á stokk. KGB sér svo um dansgólfið til lokunar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.