Innlent

Gos­ó­rói haldist nokkuð stöðugur síðustu daga

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér sést gusast úr gígnum í fyrradag, 10. júlí. Skjáskotið er tekið úr vefmyndavél Vísis. 
Hér sést gusast úr gígnum í fyrradag, 10. júlí. Skjáskotið er tekið úr vefmyndavél Vísis.  Skjáskot

Enn mælist mikill órói við gosstöðvarnar í Geldingadölum og hefur hann mælst nokkuð stöðugur síðustu daga.

Í samtali við fréttastofu segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að erfitt sé að segja nákvæmlega til um hvað sé á seyði við gosstöðvarnar þessa stundina vegna lélegs skyggnis. Mikil þoka er á svæðinu, líkt og myndir úr vefmyndavél Vísis á Fagradalsfjalli bera vitni um, þegar þetta er skrifað.

Þrátt fyrir það segir Lovísa að mælingar Veðurstofunnar bendi til töluverðrar virkni á svæðinu.

„Rétt fyrir miðnætti, aðfaranótt 10. júlí, byrjar óróinn að hækka. Þá fórum við að sjá virkni í gígnum sjálfum, bæði strókvirkni og gutl úr gígnum“ segir Lovísa.

Virknin náði hámarki um klukkan níu að morgni 10. júlí. Síðan þá hefur hún aðeins lækkað en haldist nokkuð stöðug eftir það. Nú virðist þó vera lengra á milli „toppa,“ það er að segja, þegar virknin nær hámarki.


Tengdar fréttir

Með gosið í gangi heima í stofu

Hraunfoss hefur runnið með boðaföllum niður í Meradali í dag eftir að virkni í gígnum í Fagradalsfjalli breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um að goslok séu í nánd.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.