Konungurinn Chiellini mætti með bikarinn heim til Rómar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 12:01 Konungurinn Giorgio Chiellini með bikarinn og við hlið hans er leikmaður mótsins, markvörðurinn Gianluigi Donnarumma. Riccardo De Luca/Getty Images Svo virðist sem ítalska landsliðið í fótbolta hafi stokkið upp í flugvél um leið og liðið var búið að fagna Evrópumeistaratitlinum sem það vann á Wembley í Lundúnum í gærkvöld. Liðið var nefnilega mætt til Rómarborgar á Ítalíu snemma í morgun. Að sjálfsögðu var bikarinn með í för. Skemmtilegt myndband má nú finna á veraldarvefnum þar sem sjá má leikmenn ítalska liðsins stíga út úr flugvélinni sem ferjaði þá frá Lundúnum til Rómarborgar. Þaðan fóru þeir upp í rútu sem skilaði þeim á hótel sem liðið hefur gist á. Reikna má með að fagnaðarlætin haldi þar áfram eitthvað fram eftir degi og mögulega viku. It s coming Rome!!! #Euro2020 pic.twitter.com/tZBZtwWQOX— Giorgio Chiellini (@chiellini) July 11, 2021 Virðist sem leikmenn Ítalíu hafi nánast flogið beint heim að fagnaðarlátunum loknum á Wembley en leikmennirnir voru enn í landsliðstreyjum sínum er þeir mættu á hótelið. Hinn 36 ára gamli Giorgio Chiellini vakti enn á ný athygli en hann steig út úr rútunni með kórónu á höfðinu. Chiellini hefur farið mikinn á mótinu, verið sem klettur í hjarta ítölsku varnarinnar og fagnað hverri tæklingu eins og hún sé hans síðasta. Giorgio Chiellini arriving in Rome... #EURO2020 pic.twitter.com/zDhgs78eho— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Skondnasta augnablik mótsins var svo fyrir vítaspyrnukeppni Ítalíu og Spánar í undanúrslitum keppninnar. Chiellini lyfti þá Jordi Alba - fyrirliða Spánar - upp og faðmaði hann innilega. Alba hafði lítinn húmor fyrir því. Ítalía fór aftur alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Englandi í gær og aftur hafði Ítalía betur. Hér að neðan má sjá myndband af því er leikmenn liðsins mættu aftur til Rómarborgar sem og Chiellini með kórónuna. Klippa: Heimkoma Ítala EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11. júlí 2021 21:55 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 „Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11. júlí 2021 23:10 „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Liðið var nefnilega mætt til Rómarborgar á Ítalíu snemma í morgun. Að sjálfsögðu var bikarinn með í för. Skemmtilegt myndband má nú finna á veraldarvefnum þar sem sjá má leikmenn ítalska liðsins stíga út úr flugvélinni sem ferjaði þá frá Lundúnum til Rómarborgar. Þaðan fóru þeir upp í rútu sem skilaði þeim á hótel sem liðið hefur gist á. Reikna má með að fagnaðarlætin haldi þar áfram eitthvað fram eftir degi og mögulega viku. It s coming Rome!!! #Euro2020 pic.twitter.com/tZBZtwWQOX— Giorgio Chiellini (@chiellini) July 11, 2021 Virðist sem leikmenn Ítalíu hafi nánast flogið beint heim að fagnaðarlátunum loknum á Wembley en leikmennirnir voru enn í landsliðstreyjum sínum er þeir mættu á hótelið. Hinn 36 ára gamli Giorgio Chiellini vakti enn á ný athygli en hann steig út úr rútunni með kórónu á höfðinu. Chiellini hefur farið mikinn á mótinu, verið sem klettur í hjarta ítölsku varnarinnar og fagnað hverri tæklingu eins og hún sé hans síðasta. Giorgio Chiellini arriving in Rome... #EURO2020 pic.twitter.com/zDhgs78eho— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Skondnasta augnablik mótsins var svo fyrir vítaspyrnukeppni Ítalíu og Spánar í undanúrslitum keppninnar. Chiellini lyfti þá Jordi Alba - fyrirliða Spánar - upp og faðmaði hann innilega. Alba hafði lítinn húmor fyrir því. Ítalía fór aftur alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Englandi í gær og aftur hafði Ítalía betur. Hér að neðan má sjá myndband af því er leikmenn liðsins mættu aftur til Rómarborgar sem og Chiellini með kórónuna. Klippa: Heimkoma Ítala EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11. júlí 2021 21:55 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 „Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11. júlí 2021 23:10 „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11. júlí 2021 21:55
Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30
„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11. júlí 2021 23:10
„Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45