Erlent

Fólk yfir­gefur heimili sín vegna skógar­eldanna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjölmörg hús og önnur mannvirki hafa orðið skógareldunum að bráð.
Fjölmörg hús og önnur mannvirki hafa orðið skógareldunum að bráð. Noah Berger/AP

Miklir skógareldar brenna nú í vesturhluta Bandaríkjanna þar sem enn ein hitabylgjan slær nú met á fjölmörgum svæðum.

Fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín og í Kalíforníu hafa íbúar verið beðnir um að spara rafmagn af fremsta megni en fjölmargar háspennulínur hafa orðið eldunum að bráð.

Tveir slökkviliðsmenn á flugvélum létu lífið í Arizona á laugardag þegar vélar þeirra rákust saman þar sem þeir voru við slökkvistörf. Hitamet var slegið í Las Vegas í Nevada um helgina þar sem hitinn fór í rúm 47 stig og segja slökkviliðsmenn að þurrkurinn sé slíkur að mikið af vatninu sem notað er til að slökkva eldana úr lofti gufi upp áður en það nær til jarðar.

Hitabylgjan nú kemur í kjölfar annarrar sem gekk yfir sama svæði þar sem fjöldi fólks lét lífið. Júnímánuður var sá heitasti síðan mælingar hófust og telja sérfræðingar ljóst að loftslagsbreytingar séu að auka tíðni alvarlegra veðurfyrirbrigða á borð við hitabylgjur og óveður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×