Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Ferðaþjónustan er að komast í sama horf og fyrir faraldur. Lundabúðir fyllast og flöskuháls hefur myndast hjá bílaleigum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við ferðamenn sem bera fyrirkomulaginu á Keflavíkurflugvelli vel söguna, þrátt fyrir fréttir af örtröð á vellinum undanfarna daga. 

Þá fylgjumst við með því þegar geimskutlu auðkýfingsins Richards Branson var lent heilu og höldnu síðdegis eftir vel heppnað flug. Branson var sjálfur um borð en með ferðinni rættist langþráður draumur hans um að fara út í geim.

Formaður Framsóknar tekur lítinn stuðning kjósenda VG við ríkisstjórnina ekki nærri sér. Engin sérstök áhersla sé lögð á frekara samstarf ríkisstjórnarflokkanna.

Þá verður rætt við mótmælendur sem fylktu liði frá Austurvelli að Hverfisgötu í dag. Þeir saka lögreglu um ofbeldi í húsnæði Útlendingastofnunar í byrjun vikunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.