„Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júlí 2021 12:08 Skjáskot tekið nú í hádeginu. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. „Seint í gærkvöldi byrjar óróinn að aukast aftur og bara eykst meira hérna í nótt og svo byrjar að gusast upp úr gígnum sjálfum. Á vefmyndavél Almannavarna í morgun gátum við séð að hraunið rennur á yfirborðið og rennur ofan í Meradali,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu. Fyrr í vikunni sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að þær breytingar sem sést höfðu á gosinu í vikunni gætu verið byrjunin á endalokunum. Lítil sem engin virkni sást í gígnum og lítið sást í glóð. Óróapúls rauk hins vegar upp eftir miðnætti í gær og hraunslettur urðu sjáanlegar um fjögurleytið. Það er fyrsta kvikan sem sést gusast frá gígnum frá því á mánudagskvöld. „Það eru alveg nokkrar vefmyndavélar sem sýna að það er bara frekar mikil virkni í gígnum sjálfum núna og maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan hérna.“ Bjarki segir þó erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Það er ekki búið að líða nógu langur tími. Þetta lítur allavega út fyrir að vera sama virkni og var síðustu helgi. Svo er bara spurning hvort hún dettur niður aftur eftir fimmtán tuttugu tíma eins og gerðist þarna fyrir viku síðan eða hvort hún haldi sér stöðugri.“ Hann segir óróaplottið sýna að óróinn heldur sér aðeins í hámarki í fimm til tíu mínútur, dettur svo niður í álíka langan tíma og rís svo aftur upp. „Það þarf bara að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast í gegnum daginn og yfir helgina.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
„Seint í gærkvöldi byrjar óróinn að aukast aftur og bara eykst meira hérna í nótt og svo byrjar að gusast upp úr gígnum sjálfum. Á vefmyndavél Almannavarna í morgun gátum við séð að hraunið rennur á yfirborðið og rennur ofan í Meradali,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu. Fyrr í vikunni sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að þær breytingar sem sést höfðu á gosinu í vikunni gætu verið byrjunin á endalokunum. Lítil sem engin virkni sást í gígnum og lítið sást í glóð. Óróapúls rauk hins vegar upp eftir miðnætti í gær og hraunslettur urðu sjáanlegar um fjögurleytið. Það er fyrsta kvikan sem sést gusast frá gígnum frá því á mánudagskvöld. „Það eru alveg nokkrar vefmyndavélar sem sýna að það er bara frekar mikil virkni í gígnum sjálfum núna og maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan hérna.“ Bjarki segir þó erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Það er ekki búið að líða nógu langur tími. Þetta lítur allavega út fyrir að vera sama virkni og var síðustu helgi. Svo er bara spurning hvort hún dettur niður aftur eftir fimmtán tuttugu tíma eins og gerðist þarna fyrir viku síðan eða hvort hún haldi sér stöðugri.“ Hann segir óróaplottið sýna að óróinn heldur sér aðeins í hámarki í fimm til tíu mínútur, dettur svo niður í álíka langan tíma og rís svo aftur upp. „Það þarf bara að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast í gegnum daginn og yfir helgina.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21