Innlent

Krefjast þess að Út­lendinga­stofnun verði lögð niður

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hælisleitendur mótmæla hjá útlendingastofnun
Hælisleitendur mótmæla hjá útlendingastofnun Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Fern sam­tök sem huga að hags­munum flótta­fólks á Ís­landi hafa boðað til mót­mæla­fundar á Austur­velli á morgun, sunnu­dag, klukkan 13.

Ljóst er að kveikja mót­mælanna er að­ferð lög­reglu við brott­vísun tveggja Palestínu­manna síðasta þriðju­dag en eftir lýsingum sam­takanna að dæma voru mennirnir tveir blekktir til að koma til lög­reglu undir því yfir­skini að þeir fengju bólu­setningar­vott­orð sín af­hent. Þegar þeir mættu til að taka við þeim voru þeir hand­teknir.

Lög­regla hefur ekki viljað stað­festa eða lýsa því sem átti sér stað á þriðju­dags­morgun.

„Við for­dæmum í­trekaða ó­mann­úð­lega með­ferð á fólki á flótta og kerfis­bundið of­beldi Út­lendinga­stofnunar auk lög­reglu­of­beldis í vikunni,“ segir í til­kynningu sam­takanna um mót­mæla­fundinn á Face­book.

Það eru sam­tökin Refu­gees in Iceland, Solaris – hjálpar­sam­tök fyrir hælis­leit­endur og flótta­fólk á Ís­landi, No Bor­ders og Sam­staða er ekki glæpur, sem standa fyrir mót­mælunum.

Krafan er skýr: Það á að leggja niður Út­lendinga­stofnun.

„Ill­ska Út­lendinga­stofnunar stig­magnast og lög­reglu­of­beldi fylgir í kjöl­farið. Það hafa aldrei verið jafn margir á flótta í heiminum og nú og því er nauð­syn­legt að stjórn­völd leggi niður Út­lendinga­stofnun og breyti tafar­laust um stefnu í mál­efnum hælis­leit­enda,“ segir í til­kynningunni.

Dag­skrá fundarins hefur ekki verið kynnt enn en hún verður kynnt síðar.


Tengdar fréttir

Segja lög­reglu hafa beitt raf­byssu og eytt mynd­böndum sjónar­votta

Tveir palestínskir flótta­menn voru hand­teknir í mót­töku Út­lendinga­stofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólu­setningar­vott­orð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónar­vottur sakar lög­reglu um að hafa tekið af sér símann og eytt mynd­bandi sem var tekið upp.

Solaris kvarta til Um­boðs­manns vegna Út­lendinga­stofnunar og lög­reglu

Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×