Innlent

Tvær líkams­á­rásir í bænum í nótt

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Lögreglan er með líkamsárásirnar til rannsóknar.
Lögreglan er með líkamsárásirnar til rannsóknar. vísir/vilhelm

Til­kynnt var um tvær líkams­á­rásir við skemmti­staði í mið­bænum í nótt. Fyrir utan þetta fór nætur­líf mið­borgarinnar að mestu leyti vel fram, að sögn lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Önnur líkams­á­rásin var til­kynnt klukkan korter yfir eitt í nótt en hin rétt fyrir klukkan hálf fjögur.

Í dag­legri til­kynningu frá lög­reglu til fjöl­miðla þar sem farið er yfir verk­efni næturinnar segir að málin séu bæði í rann­sókn. Þetta hafi þó verið minni­háttar líkams­á­rásir.

Svo virðist sem enginn hafi verið handtekinn vegna þessara árása í nótt.

Fátt annað var um að vera hjá lög­reglunni í nótt, ef marka má til­kynninguna, utan nokkurra öku­manna sem hún stöðvaði og grunar um að hafa ekið undir á­hrifum á­fengis eða annarra vímu­efna.

Til­kynnt var um eigna­spjöll á bíl í hverf 108 klukkan hálf eitt í nótt. Það mál er í rann­sókn lög­reglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×