Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2021 10:43 Læknirinn starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. VÍSIR/ARNAR Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Upp komst um málið í lok árs 2019 eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Þá hófst umfangsmikil rannsókn embættis landlæknis þar sem aðgerðir læknisins á nokkurra mánaða tímabili voru skoðaðar. Tugir aðgerða voru til rannsóknar og var niðurstaðan sú að margar þeirra hafi verið ónauðsynlegar eða að óeðlilegum aðferðum hafi verið beitt við framkvæmd þeirra. Læknirinn var þá sviptur starfsleyfi í kjölfarið en hann kærði þá ákvörðun til heilbrigðisráðuneytisins. Settur í bann á skurðstofu og hélt því leyndu Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var í morgun, segir að rannsókn embættis landlæknis megi rekja til ábendinga, sem landlækni bárust frá sérfræðingum sem stöfuðu með lækninum, um að læknirinn hefði haldið því leyndu fyrir Handlæknastöðinni að hann hefði verið settur í bann við skurðstofuvinnu á ótilgreindri sjúkrastofnun í kjölfar veikinda. Þá hafi ábendingarnar varðað hugsanleg brot gegn starfsskyldum með því að hafa framkvæmt aðgerðir án viðurkenndra ábendinga, skráð aðgerðir á rangan og villan hátt og þannig gefið út rangar og villandi upplýsingar sem undirlag reikninga hjá Sjúkratryggingum Íslands. Stefndi lífi sjúklinga í hættu Læknirinn var boðaður á fund hjá embætti landlæknis þann 5. desember 2019 þar sem hann afsalaði læknaleyfi sínu. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að embætti landlæknis hafi þá óskað eftir mati tveggja sérfræðinga á faglegum starfsháttum hans. Niðurstaða landlæknis hafi verið að læknirinn hefði framkvæmt ónauðsynlegar aðgerðir og stefnt sjúklingum þannig í hættu. Einnig lægi fyrir að reikningar sem hann hefði gefið út í umræddum tilvikum hefðu verið rangir. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að óháðu sérfræðingarnir hafi skoðað 53 aðgerðir á tímabilinu 1. september 2019 til 30. nóvember sama ár, eða um fjórðung af aðgerðum læknisins á tímabilinu. Aðrir hefðu ekki framkvæmt aðgerð undir sömu kringumstæðum Í skýrslu sérfræðinganna hafi komið fram að ekki hafi fundist ábending fyrir tólf tilvikum og erfitt sé að sjá að einhver annað hefði ákveðið að gera aðgerð undir þessum kringumstæðum. Það hafi einnig verið mat skýrsluhöfunda að læknirinn hafi framkvæmt ákveða aðgerð óeðlilega oft. Þær hafi verið 38 á framangreindu tímabili á meðan aðrir læknar á Handlæknastöðinni hafi gert núll til tvær aðgerðir. 15 ára stúlka og tveggja ára barn í ónauðsynlega aðgerð Þá kemur fram að sérfræðingunum hafi þótt alvarlegast að ábending hafi ekki verið í tólf tilvikum, þar á meðal hafi verið 15 ára stúlka og í öðru tilfelli hafi verið gerð aðgerð á tveggja ára barni sem hafi verið sérstaklega ámælisvert að mati sérfræðinganna. Sem fyrr segir starfaði læknirinn á Handlæknastöðinni í Glæsibæ og hafði gert í mörg ár. Úlfar Þórðarson, framkvæmdastjóri, neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins í gær og sagðist ekki geta tjáð sig um mál einstakra lækna. Heilbrigðismál Landspítalinn Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Upp komst um málið í lok árs 2019 eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Þá hófst umfangsmikil rannsókn embættis landlæknis þar sem aðgerðir læknisins á nokkurra mánaða tímabili voru skoðaðar. Tugir aðgerða voru til rannsóknar og var niðurstaðan sú að margar þeirra hafi verið ónauðsynlegar eða að óeðlilegum aðferðum hafi verið beitt við framkvæmd þeirra. Læknirinn var þá sviptur starfsleyfi í kjölfarið en hann kærði þá ákvörðun til heilbrigðisráðuneytisins. Settur í bann á skurðstofu og hélt því leyndu Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var í morgun, segir að rannsókn embættis landlæknis megi rekja til ábendinga, sem landlækni bárust frá sérfræðingum sem stöfuðu með lækninum, um að læknirinn hefði haldið því leyndu fyrir Handlæknastöðinni að hann hefði verið settur í bann við skurðstofuvinnu á ótilgreindri sjúkrastofnun í kjölfar veikinda. Þá hafi ábendingarnar varðað hugsanleg brot gegn starfsskyldum með því að hafa framkvæmt aðgerðir án viðurkenndra ábendinga, skráð aðgerðir á rangan og villan hátt og þannig gefið út rangar og villandi upplýsingar sem undirlag reikninga hjá Sjúkratryggingum Íslands. Stefndi lífi sjúklinga í hættu Læknirinn var boðaður á fund hjá embætti landlæknis þann 5. desember 2019 þar sem hann afsalaði læknaleyfi sínu. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að embætti landlæknis hafi þá óskað eftir mati tveggja sérfræðinga á faglegum starfsháttum hans. Niðurstaða landlæknis hafi verið að læknirinn hefði framkvæmt ónauðsynlegar aðgerðir og stefnt sjúklingum þannig í hættu. Einnig lægi fyrir að reikningar sem hann hefði gefið út í umræddum tilvikum hefðu verið rangir. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að óháðu sérfræðingarnir hafi skoðað 53 aðgerðir á tímabilinu 1. september 2019 til 30. nóvember sama ár, eða um fjórðung af aðgerðum læknisins á tímabilinu. Aðrir hefðu ekki framkvæmt aðgerð undir sömu kringumstæðum Í skýrslu sérfræðinganna hafi komið fram að ekki hafi fundist ábending fyrir tólf tilvikum og erfitt sé að sjá að einhver annað hefði ákveðið að gera aðgerð undir þessum kringumstæðum. Það hafi einnig verið mat skýrsluhöfunda að læknirinn hafi framkvæmt ákveða aðgerð óeðlilega oft. Þær hafi verið 38 á framangreindu tímabili á meðan aðrir læknar á Handlæknastöðinni hafi gert núll til tvær aðgerðir. 15 ára stúlka og tveggja ára barn í ónauðsynlega aðgerð Þá kemur fram að sérfræðingunum hafi þótt alvarlegast að ábending hafi ekki verið í tólf tilvikum, þar á meðal hafi verið 15 ára stúlka og í öðru tilfelli hafi verið gerð aðgerð á tveggja ára barni sem hafi verið sérstaklega ámælisvert að mati sérfræðinganna. Sem fyrr segir starfaði læknirinn á Handlæknastöðinni í Glæsibæ og hafði gert í mörg ár. Úlfar Þórðarson, framkvæmdastjóri, neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins í gær og sagðist ekki geta tjáð sig um mál einstakra lækna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira