Fleiri skrifað undir lista til stuðnings þjóðhátíðarnefnd Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2021 00:10 Þjóðhátíðarnefnd sendi frá sér yfirlýsingu á mánudag þar sem tilkynnt var að Ingó myndi ekki annast brekkusönginn í ár eins og til stóð. VÍSIR/VILHELM Yfir 1.600 manns hafa skrifað undir áskorun þar sem þjóðhátíðarnefnd ÍBV er hvött til að endurskoða þá ákvörðun sína að afbóka Ingólf Þórarinsson á komandi Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Nefndin tilkynnti á mánudag að tónlistarmaðurinn, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð, myndi ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann myndi stýra þar brekkusöng. Nefndin vildi lítið gefa upp um hvað lægi að baki ákvörðun sinni en um síðustu helgi voru birtar frásagnir yfir tuttugu kvenna sem saka Ingólf um að hafa beitt sig kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi. Ingólfur hefur hafnað öllum ásökununum og hyggst leita réttar síns. Viðunandi niðurstaða Sama dag og Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyja.net og útflutningsstjóri, hóf söfnunina var önnur áskorun stofnuð til höfuðs þeim undirskriftalista. Hafa nú yfir 1.800 einstaklingar skrifað undir að skora á þjóðhátíðarnefnd að sleppa því að endurskoða ákvörðun sína. „Það er afar viðunandi niðurstaða og ósköp eðlileg viðbrögð,“ segir á síðu söfnunarinnar sem Guðmundur Jónsson er titlaður fyrir. „Það er eðlilegt að þjóðhátíðarnefnd ákveði hverjum skal bjóða að koma fram á Þjóðhátíð og nefndinni ber ekki að leyfa vafasömum mönnum að koma þar fram. Þó engin kæra liggi fyrir er EKKI brotið á mannréttindum Ingólfs að afbóka hann,“ segir þar enn fremur. Ingólfur afar ósáttur Tryggvi sagði hins vegar í samtali við Vísi á þriðjudag að mikilvægt væri að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd við að endurskoða ákvörðun sína. „Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar,“ sagði Tryggvi. Ingólfur hefur sjálfur sagt að þjóðhátíðarnefnd hafi haft samband við sig á sunnudag og tilkynnt ákvörðun sína. Hann sagðist vera afar ósáttur með niðurstöðuna og ætla að leita réttar síns. Mál Ingólfs Þórarinssonar Vestmannaeyjar MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00 Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
Nefndin tilkynnti á mánudag að tónlistarmaðurinn, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð, myndi ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann myndi stýra þar brekkusöng. Nefndin vildi lítið gefa upp um hvað lægi að baki ákvörðun sinni en um síðustu helgi voru birtar frásagnir yfir tuttugu kvenna sem saka Ingólf um að hafa beitt sig kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi. Ingólfur hefur hafnað öllum ásökununum og hyggst leita réttar síns. Viðunandi niðurstaða Sama dag og Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyja.net og útflutningsstjóri, hóf söfnunina var önnur áskorun stofnuð til höfuðs þeim undirskriftalista. Hafa nú yfir 1.800 einstaklingar skrifað undir að skora á þjóðhátíðarnefnd að sleppa því að endurskoða ákvörðun sína. „Það er afar viðunandi niðurstaða og ósköp eðlileg viðbrögð,“ segir á síðu söfnunarinnar sem Guðmundur Jónsson er titlaður fyrir. „Það er eðlilegt að þjóðhátíðarnefnd ákveði hverjum skal bjóða að koma fram á Þjóðhátíð og nefndinni ber ekki að leyfa vafasömum mönnum að koma þar fram. Þó engin kæra liggi fyrir er EKKI brotið á mannréttindum Ingólfs að afbóka hann,“ segir þar enn fremur. Ingólfur afar ósáttur Tryggvi sagði hins vegar í samtali við Vísi á þriðjudag að mikilvægt væri að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd við að endurskoða ákvörðun sína. „Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar,“ sagði Tryggvi. Ingólfur hefur sjálfur sagt að þjóðhátíðarnefnd hafi haft samband við sig á sunnudag og tilkynnt ákvörðun sína. Hann sagðist vera afar ósáttur með niðurstöðuna og ætla að leita réttar síns.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Vestmannaeyjar MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00 Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25