Innlent

Bátur strandaði við Harrastaðavík

Árni Sæberg skrifar
Húnabjörgin, björgunarskip Landsbjargar, kom bátnum í höfn.
Húnabjörgin, björgunarskip Landsbjargar, kom bátnum í höfn. Mynd/Landsbjörg

Húnabjörgin, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, var kölluð út um 17:30 í dag vegna strandaðs báts við Harrastaðavík skammt frá Skagaströnd.

Upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir útkallið í samtali við fréttastofu.

Björgunarmenn náði bátnum á flot rétt fyrir sjö í kvöld og Húnabjörgin tók hann í tog. Komið var með bátinn í höfn um hálftíma síðar.

Einn var um borð í bátnum og varð honum ekkert meint af strandinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.