Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2021 08:08 Britney Spears og Larry Rudolph árið 2011. Getty Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. Deadline greinir frá þessu og vísar í bréf hins 57 ára Rudolph til Jamie Spears, föður og lögráðamanns Spears, og Jodi Montgomery, dómskvadds lögráðamanns. Faðir Spears og Montgomery hafa gegnt hlutverki lögráðamanna söngkonunnar síðustu þrettán ár og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Í bréfinu gefur Rudolph í skyn að Spears hafi lýst yfir vilja til að draga sig í hlé eftir að hafa verið ein af stærstu poppstjörnum heims í um aldarfjórðung. „Sem umboðsmaður hennar held ég að það sé henni fyrir bestu að ég hætti í hennar starfsliði þar sem hún hefur ekki lengur þörf á mínum starfskröftum,“ skrifar Rudolph að sögn Deadline. Í bréfinu tekur Rudolph einnig fram að hann hafi ekki verið í samskiptum við Spears í á hálft þriðja ár. Hann segist svakalega stoltur af því sem þau gerðu saman þessi 25 ár og óskar henni alls hins besta í framtíðinni. Hann verði ávallt til staðar fyrir Spears, líkt og hann hafi ávallt verið, hafi hún þörf á þjónustu hans á ný. Larry Rudolph hefur einnig verið umboðsmaður annarra stjórna Avril Lavigne, Miley Cyrus, will.i.am, Justin Timberlake, Toni Braxton og DMX. Britney Spears hefur síðustu misserin reynt að losna undan stjórn föður síns. Dómstóll úrskurðaði hins vegar í síðustu viku að faðir Spears yrði áfram fjárhaldsmaður hennar en hið stærra álitamál, hvort söngkonan er hæf til að taka ákvarðanir um eigin líf og hag, er óútkljáð. Er málið næst á dagskrá dómstóls í Los Angeles þann 13. júlí næstkomandi. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Deadline greinir frá þessu og vísar í bréf hins 57 ára Rudolph til Jamie Spears, föður og lögráðamanns Spears, og Jodi Montgomery, dómskvadds lögráðamanns. Faðir Spears og Montgomery hafa gegnt hlutverki lögráðamanna söngkonunnar síðustu þrettán ár og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Í bréfinu gefur Rudolph í skyn að Spears hafi lýst yfir vilja til að draga sig í hlé eftir að hafa verið ein af stærstu poppstjörnum heims í um aldarfjórðung. „Sem umboðsmaður hennar held ég að það sé henni fyrir bestu að ég hætti í hennar starfsliði þar sem hún hefur ekki lengur þörf á mínum starfskröftum,“ skrifar Rudolph að sögn Deadline. Í bréfinu tekur Rudolph einnig fram að hann hafi ekki verið í samskiptum við Spears í á hálft þriðja ár. Hann segist svakalega stoltur af því sem þau gerðu saman þessi 25 ár og óskar henni alls hins besta í framtíðinni. Hann verði ávallt til staðar fyrir Spears, líkt og hann hafi ávallt verið, hafi hún þörf á þjónustu hans á ný. Larry Rudolph hefur einnig verið umboðsmaður annarra stjórna Avril Lavigne, Miley Cyrus, will.i.am, Justin Timberlake, Toni Braxton og DMX. Britney Spears hefur síðustu misserin reynt að losna undan stjórn föður síns. Dómstóll úrskurðaði hins vegar í síðustu viku að faðir Spears yrði áfram fjárhaldsmaður hennar en hið stærra álitamál, hvort söngkonan er hæf til að taka ákvarðanir um eigin líf og hag, er óútkljáð. Er málið næst á dagskrá dómstóls í Los Angeles þann 13. júlí næstkomandi.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14
Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning