Umsátursástand þegar lögregla eltist við þungvopnaða „mára“ Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 15:55 Lögreglumenn í Massachusetts að störfum í umsátrinu við I-95 hraðbrautina við bæinn Wakefield á laugardag. Félagar í hópi sem viðurkennir ekki lög Bandaríkjanna flúðu inn í skóginn þegar lögreglumenn höfðu afskipti af þeim. AP/Michael Dwyer Íbúum í bænum Wakefield í Massachusetts í Bandaríkjunum var skipað að halda kyrru fyrir heima hjá sér á meðan lögreglumenn leituðu uppi hóp þungvopnaðra manna sem flúði inn í skóglendi á laugardag. Ellefu manns voru handteknir eftir umsátrið sem stóð yfir í hátt í níu klukkustundir. Lögreglumenn óku fram á tvo bíla sem var lagt í vegarkanti á hraðbraut á aðfararnótt laugardags. Við þá stóðu þungvopnaðir karlmenn í herklæðum sem voru að dæla eldsneyti á bíla sína. Þegar lögreglumennirnir báðu um að sjá leyfi fyrir byssunum sögðust mennirnir ekki hafa nein slík leyfi enda viðurkenndu þeir ekki lög ríkisins. Stökk hluti hópsins á flótta inn í skóg og upphófst þá umsátrið. AP-fréttastofan segir að lögregla hafi lagt hald á þrjá AR-15-riffla, tvær skammbyssur, haglabyssu og tvo riffla. Mennirnir hafa nú verið ákærðir fyrir ólöglegan vopnaburð og fleiri glæpi. Tveir mannanna hafa fram að þessu neitað að segja til nafns. Í ljós kom að mennirnir tilheyra hópi sem kallar sig „Upprisu máranna“ frá Rhode-eyju og sem telur sig hluta af eigin fullvalda þjóð í Bandaríkjunum. Sem slík séu þeir ekki háðir bandarískum lögum. Telja sig eigin fullvalda þjóð Upprisa máranna er einn af um 25 hópum sem eru andsnúnir bandarísku ríkisstjórninni sem mannréttindasamtökin Southern Poverty Law Center (SPLC) fylgdist með í fyrra. Félagar í hópnum telja sig ekki tilheyra Bandaríkjunum. „Þannig að þeir gera hluti eins og að neita að greiða skatta, fá sér ökuskírteini eða skrá skotvopn og þeir reyna að fá félagsmenn til þess að storka alríkislögum um það,“ segir Freddy Cruz, sérfræðingur hjá SPLC. I-95 hraðbrautin í Massachusetts var lokuð um tíma á laugardag vegna umsátursins.AP/Ríkislögreglan í Massachusetts Washington Post segir að márahreyfingin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið á 10. áratug síðustu aldar sem hluti af hreyfingu fólks sem telur að einstaklingar hafi fullveldi og njóti sjálfstæðis frá ríkisvaldinu. Hún er sögð tengjast eldri sértrúarsöfnuði en hann hefur reynt að fjarlægja sig vopnaða hópnum. Hvítir þjóðernissinnar voru fremstir í flokki hreyfingar fullvalda einstaklinga á sínum tíma en Upprisa máranna sker sig úr að því leyti að langflestir félaganna eru svartir. „Márarnir“ aðhyllast þá trú að blökkumenn í Bandaríkjunum hafi sérstök réttindi á grundvelli sáttmála sem Bandaríkin og Marokkó gerðu á 18. öld og að þeir séu ýmist afkomendur máranna í Afríku eða séu innfædd þjóð í Ameríkunum. Hafa staðið fyrir ofbeldisverkum Félagar í hópnum sem voru handteknir í Massachusetts sögðust vera vopnuð sveit (e. militia) á leiðinni til Maine til æfinga á einkalandi. Þekkt er að slíkir hópar stunda heræfingar í sveitum. „Márar“ sem líta á sig sem fullvalda í Bandaríkjunum hafa staðið fyrir ýmsum ofbeldisverkum undanfarin ár, oft gegn opinberum starfsmönnum og lögreglu. Einn þeirra skaut lögreglumann í Orlando á Flórída og ók yfir annan þegar hann var eftirlýstur fyrir að myrða ófríska kærustu sína árið 2017. Árinu áður veitti annar „mári“ sex lögreglumönnum fyrirsát og myrti þrjá þeirra með hálfsjálfvirkum riffli í Baton Rouge í Lousiana. Hann féll í skotbardaganum við lögregluna. Bandaríkin Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Lögreglumenn óku fram á tvo bíla sem var lagt í vegarkanti á hraðbraut á aðfararnótt laugardags. Við þá stóðu þungvopnaðir karlmenn í herklæðum sem voru að dæla eldsneyti á bíla sína. Þegar lögreglumennirnir báðu um að sjá leyfi fyrir byssunum sögðust mennirnir ekki hafa nein slík leyfi enda viðurkenndu þeir ekki lög ríkisins. Stökk hluti hópsins á flótta inn í skóg og upphófst þá umsátrið. AP-fréttastofan segir að lögregla hafi lagt hald á þrjá AR-15-riffla, tvær skammbyssur, haglabyssu og tvo riffla. Mennirnir hafa nú verið ákærðir fyrir ólöglegan vopnaburð og fleiri glæpi. Tveir mannanna hafa fram að þessu neitað að segja til nafns. Í ljós kom að mennirnir tilheyra hópi sem kallar sig „Upprisu máranna“ frá Rhode-eyju og sem telur sig hluta af eigin fullvalda þjóð í Bandaríkjunum. Sem slík séu þeir ekki háðir bandarískum lögum. Telja sig eigin fullvalda þjóð Upprisa máranna er einn af um 25 hópum sem eru andsnúnir bandarísku ríkisstjórninni sem mannréttindasamtökin Southern Poverty Law Center (SPLC) fylgdist með í fyrra. Félagar í hópnum telja sig ekki tilheyra Bandaríkjunum. „Þannig að þeir gera hluti eins og að neita að greiða skatta, fá sér ökuskírteini eða skrá skotvopn og þeir reyna að fá félagsmenn til þess að storka alríkislögum um það,“ segir Freddy Cruz, sérfræðingur hjá SPLC. I-95 hraðbrautin í Massachusetts var lokuð um tíma á laugardag vegna umsátursins.AP/Ríkislögreglan í Massachusetts Washington Post segir að márahreyfingin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið á 10. áratug síðustu aldar sem hluti af hreyfingu fólks sem telur að einstaklingar hafi fullveldi og njóti sjálfstæðis frá ríkisvaldinu. Hún er sögð tengjast eldri sértrúarsöfnuði en hann hefur reynt að fjarlægja sig vopnaða hópnum. Hvítir þjóðernissinnar voru fremstir í flokki hreyfingar fullvalda einstaklinga á sínum tíma en Upprisa máranna sker sig úr að því leyti að langflestir félaganna eru svartir. „Márarnir“ aðhyllast þá trú að blökkumenn í Bandaríkjunum hafi sérstök réttindi á grundvelli sáttmála sem Bandaríkin og Marokkó gerðu á 18. öld og að þeir séu ýmist afkomendur máranna í Afríku eða séu innfædd þjóð í Ameríkunum. Hafa staðið fyrir ofbeldisverkum Félagar í hópnum sem voru handteknir í Massachusetts sögðust vera vopnuð sveit (e. militia) á leiðinni til Maine til æfinga á einkalandi. Þekkt er að slíkir hópar stunda heræfingar í sveitum. „Márar“ sem líta á sig sem fullvalda í Bandaríkjunum hafa staðið fyrir ýmsum ofbeldisverkum undanfarin ár, oft gegn opinberum starfsmönnum og lögreglu. Einn þeirra skaut lögreglumann í Orlando á Flórída og ók yfir annan þegar hann var eftirlýstur fyrir að myrða ófríska kærustu sína árið 2017. Árinu áður veitti annar „mári“ sex lögreglumönnum fyrirsát og myrti þrjá þeirra með hálfsjálfvirkum riffli í Baton Rouge í Lousiana. Hann féll í skotbardaganum við lögregluna.
Bandaríkin Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira