Innlent

Ákærð fyrir að svipta barnsföður umsjá yfir börnum þeirra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness en þinghald í málinu er lokað.
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness en þinghald í málinu er lokað. Vísir/Vilhelm

Kona nokkur hefur verið ákærð fyrir sifskaparbrot með því að hafa á tveggja ára tímabili svipt barnsföður sinn valdi og umsjá yfir tveimur börnum þeirra. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem það var þingfest á föstudaginn.

Í ákæru yfir konunni kemur fram að brotið hafi átt sér stað frá 12. júní 2019 og til 3. júní 2021. Þar segir að hún hafi farið með börnin án leyfis á ótilgreindan stað og haldið þeim þar. Foreldrarnir hafi farið sameiginlega með forsjá barnanna sem voru skráð með sama lögheimili og faðirinn.

Brotið telst varða við 193. grein almennra hegningarlaga sem varða allt að sextán ára fangelsi. Þar segir:

Hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðilja valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt.

Faðirinn gerir bótakröfur fyrir hönd barna sinna tveggja upp á 1,8 milljón króna í hvoru tilfelli, með 4,5 prósenta vöxtum frá 12. júní 2019.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×