Segjast hafa staðfest alla sendendur Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. júlí 2021 08:47 Ingólfur Þórarinsson segist munu leita réttar síns í málinu. Öfgar hafa hvergi nafngreint hann í tengslum við sögurnar sem hópurinn hefur birt á TikTok. Vísir/Vilhelm Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. Í fréttinni sem um ræðir segir DV frá því að kona, sem þó kom nafnlaust fram á Twitter, hafi greint frá því að lygasaga um Ingólf, sem þó hefur hvergi verið nafngreindur í þeim frásögnum sem Öfgar hafa birt, hefði verið meðal þeirra frásagna sem Öfgar birtu á TikTok-reikningi sínum, hvar fleiri frásagnir af ofbeldi sama einstaklings hafa verið settar fram. „Við í Öfgum höfum tekið við fjölda frásagna frá konum síðustu tvö ár. Hver einsta frásögn hefur verið staðfest með því að bera saman sendanda við Íslendingabók, engin frásögn sem birt hefur verið hefur komið frá sendanda sem ekki er hægt að staðfesta,“ segir í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“ „Frásagnirnar eru nafnlausar til að vernda þolendur auk þess hefur meintur gerandi ekki verið nefndur á nafn þó svo að um sama aðila sé að ræða í öllum frásögnunum. Öll kennileiti hafa verið fjarlægð til að ekki sé hægt að tengja frásagnirnar við ákveðinn meintan gerenda. Einnig höfum við rætt við þolendur og séð myndir af áverkum.“ Þá segir að stór hluti þolenda hafi verið undir lögaldri þegar meint brot áttu sér stað „Við munum aldrei rjúfa trúnað við þær sem hafa treyst okkur fyrir frásögnum sínum. Þolendur hafa rétt á að segja sínar sögur, nafnlausar eða undir nafni án þess að almenningur heimti nafngreiningu á meintum geranda og að hann sér ákærður og dreginn fyrir dóm,“ segir í yfirlýsingu sem Öfgar sendu fjölmiðlum í gærkvöldi. Dómskerfið hafi brugðist Í yfirlýsingunni segir jafnframt að með því að birta frásagnirnar sé hópurinn að benda á kerfisbundið vandamál í samfélaginu og þann veruleika sem konur búi við. Nauðgunarmenning og kynferðisbundið ofbeldi séu samfélagsleg vandamál og að dómskerfið hafi algerlega brugðist þolendum í þeim efnum. „Viðbrögð samfélagsins á internetinu undirstrikar það vel hvers vegna þolendur ofbeldis segja ekki frá fyrr en löngu eftir að brot hefur átt sér stað og fara ekki dómsleiðina. Frásagnir þolenda eru ákall á breytingar. Dómskerfið eitt og sér mun ekki laga vandamálin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að nauðgunarmenningu. Þar berum við öll samfélagslega ábyrgð.“ Yfirlýsing frá hópnum Öfgar í kjölfar drasl fréttamennsku 🥰🥰🥰 pic.twitter.com/zReBk7hNjs— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) July 4, 2021 Munu ekki staðfesta að hverjum frásagnirnar snúa „Fréttaflutningur DV var til þess gerður að draga úr trúverðugleika þolenda. Blaðamaður DV býr til frétt úr tvíti á Twitter þar sem einstaklingur segist hafa sent upplognar frásagnir undir nafnlausum aðgöngum. Það stenst ekki þar sem við höfum, eins og áður segir, staðfest alla sendendur,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt DV kemur fram að ekki hafi tekist að hafa uppi á konunni sem sagðist hafa sent inn upplogna sögu, og að Twitter-aðgangi hennar hafi nú verið eytt. Öfgar taka þá skýrt fram að í frásögnum sem hópurinn birtir hafi enginn verið nafngreindur, og því ekki á ábyrgð hópsins að fjölmiðlar eða Ingólfur sjálfur hafi tengt þær við hann. „Það að Ingólfur eða fjölmiðlar hafi tengt hann við sögurnar er ekki okkar mál. Við höfum hvergi gefið upp um hvern ræðir og munum ekki staðfesta hver meintur gerandi sé. Við tölum um einn mann og fjölda frásagna sem okkur hafa borist.“ MeToo Kynferðisofbeldi Mál Ingólfs Þórarinssonar Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Í fréttinni sem um ræðir segir DV frá því að kona, sem þó kom nafnlaust fram á Twitter, hafi greint frá því að lygasaga um Ingólf, sem þó hefur hvergi verið nafngreindur í þeim frásögnum sem Öfgar hafa birt, hefði verið meðal þeirra frásagna sem Öfgar birtu á TikTok-reikningi sínum, hvar fleiri frásagnir af ofbeldi sama einstaklings hafa verið settar fram. „Við í Öfgum höfum tekið við fjölda frásagna frá konum síðustu tvö ár. Hver einsta frásögn hefur verið staðfest með því að bera saman sendanda við Íslendingabók, engin frásögn sem birt hefur verið hefur komið frá sendanda sem ekki er hægt að staðfesta,“ segir í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“ „Frásagnirnar eru nafnlausar til að vernda þolendur auk þess hefur meintur gerandi ekki verið nefndur á nafn þó svo að um sama aðila sé að ræða í öllum frásögnunum. Öll kennileiti hafa verið fjarlægð til að ekki sé hægt að tengja frásagnirnar við ákveðinn meintan gerenda. Einnig höfum við rætt við þolendur og séð myndir af áverkum.“ Þá segir að stór hluti þolenda hafi verið undir lögaldri þegar meint brot áttu sér stað „Við munum aldrei rjúfa trúnað við þær sem hafa treyst okkur fyrir frásögnum sínum. Þolendur hafa rétt á að segja sínar sögur, nafnlausar eða undir nafni án þess að almenningur heimti nafngreiningu á meintum geranda og að hann sér ákærður og dreginn fyrir dóm,“ segir í yfirlýsingu sem Öfgar sendu fjölmiðlum í gærkvöldi. Dómskerfið hafi brugðist Í yfirlýsingunni segir jafnframt að með því að birta frásagnirnar sé hópurinn að benda á kerfisbundið vandamál í samfélaginu og þann veruleika sem konur búi við. Nauðgunarmenning og kynferðisbundið ofbeldi séu samfélagsleg vandamál og að dómskerfið hafi algerlega brugðist þolendum í þeim efnum. „Viðbrögð samfélagsins á internetinu undirstrikar það vel hvers vegna þolendur ofbeldis segja ekki frá fyrr en löngu eftir að brot hefur átt sér stað og fara ekki dómsleiðina. Frásagnir þolenda eru ákall á breytingar. Dómskerfið eitt og sér mun ekki laga vandamálin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að nauðgunarmenningu. Þar berum við öll samfélagslega ábyrgð.“ Yfirlýsing frá hópnum Öfgar í kjölfar drasl fréttamennsku 🥰🥰🥰 pic.twitter.com/zReBk7hNjs— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) July 4, 2021 Munu ekki staðfesta að hverjum frásagnirnar snúa „Fréttaflutningur DV var til þess gerður að draga úr trúverðugleika þolenda. Blaðamaður DV býr til frétt úr tvíti á Twitter þar sem einstaklingur segist hafa sent upplognar frásagnir undir nafnlausum aðgöngum. Það stenst ekki þar sem við höfum, eins og áður segir, staðfest alla sendendur,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt DV kemur fram að ekki hafi tekist að hafa uppi á konunni sem sagðist hafa sent inn upplogna sögu, og að Twitter-aðgangi hennar hafi nú verið eytt. Öfgar taka þá skýrt fram að í frásögnum sem hópurinn birtir hafi enginn verið nafngreindur, og því ekki á ábyrgð hópsins að fjölmiðlar eða Ingólfur sjálfur hafi tengt þær við hann. „Það að Ingólfur eða fjölmiðlar hafi tengt hann við sögurnar er ekki okkar mál. Við höfum hvergi gefið upp um hvern ræðir og munum ekki staðfesta hver meintur gerandi sé. Við tölum um einn mann og fjölda frásagna sem okkur hafa borist.“
MeToo Kynferðisofbeldi Mál Ingólfs Þórarinssonar Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira