Innlent

Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Ingó Veðurguð vísar ásökunum um kynferðislega áreitni á bug.
Ingó Veðurguð vísar ásökunum um kynferðislega áreitni á bug. Stöð 2

„Það er ekkert til í þessu,“ segir Ingólfur Þórarinsson Veðurguð um sögur yfir tuttugu kvenna sem greint hafa frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum Tik Tok.

Sögurnar birtust á Tik Tok reikningi hópsins Öfga en þær eru nafnlausar. Þar segir enda að meintir þolendir skuldi engum að stíga fram undir nafni.

Þá hefur Ingólfur verið til umræðu á fleiri samfélagsmiðlum, meðal annars Twitter, vegna meintrar háttsemi af þessum toga.

„Maður er orðinn ringlaður. Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert og ég held að það sem er satt eigi eftir að koma í ljós“, segir Ingólfur.

Hann upplifi þetta sem árás. „Þetta er farið að hafa áhrif atvinnulega og aðallega er þetta leiðinlegt fyrir fólkið sem þekkir mann, að þurfa að standa í þessu. Þetta er orðið svo gróft núna,“ segir Ingólfur sem hefur mestar áhyggjur af sínum nánustu í tenglsum við þessa umræðu.

Hann segist þegar vera farinn að leita réttar síns. „Í stuttu máli verður þessu öllu svarað eftir réttum leiðum. Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi og ég á eftir að skoða vel hvað ég geri. Ég mun leita réttar míns og er byrjaður á því,“ segir Ingólfur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.