Einhverju hafi verið ábótavant við festingar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2021 11:59 Frá vettvangi slyssins á Akureyri í fyrrdag. Vísir/Lillý Verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna segir alveg skýrt að eitthvað hafi verið ábótavant við festingar eða frágang þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri í fyrradag. Það vanti skýrari reglur í kring um starfsleyfi slíkra tækja hér á landi. Um sjötíu börn voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Naustaveg á Akureyri á þriðjudag. Sex börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið. Sex ára gamalt barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og liggur nú mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr kastalanum. Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, þekkir regluverkið í kring um starfsleyfi hoppukastala. „Þetta er náttúrulega hroðalegt að þetta hafi þurft að gerast. Þar sem það er mjög þekkt að þetta geti gerst varðandi þessa kastala. Það var dauðaslys í Ástralíu og í Bretlandi,“ segir Herdís. Það séu til tveir staðlar fyrir hoppukastala: alþjóðlegur staðall og evrópskur staðall en þeir hafi ekki verið innleiddir hér á landi. Samkvæmt stöðlunum séu kröfurnar sem gerðar eru til svona tækja séu mjög strangar, til dæmis hvað varðar festingar, veðurskilyrði og þá er gerð krafa um að öryggisfulltrúi sé á vakt sem fylgist vel með. „Það á að fara og ganga á allar festingarnar og það á stöðugt að fylgjast með breytingum í vindi,“ segir Herdís en framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sagði í samtali við Vísi í gær að hugsanlega hafi veðuraðstæður verið yfir viðmiðunarmörkum þegar slysið varð. Hoppukastarekstur er starfsleyfisskyld starfsemi en Herdís segir að það vanti skýrari reglur í kring um starfsemina. „Hvað á að uppfylla, hversu margir eiga að vera að vinna, hversu mörgum má hleypa inn á svæðið. Og ef við erum að gera þetta faglega eins og í nágrannalöndunum á þetta allt að koma skýrt fram í starfsleyfinu, þegar þú færð starfsleyfi. Þetta vantar hérna, því miður,“ segir Herdís. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og samkvæmt upplýsingum þaðan er málið í algjörum forgangi. Tekin hefur verið skýrsla af hópi fólks sem staddur var á vettvangi „Svona lagað gerist ekki nema eitthvað sé að en hvað það er veit ég ekki. Lögreglan er að rannsaka þetta og það verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu. En ég veit það að hlutur á ekki að geta tekist á loft nema einhverju sé ábótavant við festingar og frágang. Það er bara alveg skýrt,“ segir Herdís. Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Um sjötíu börn voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Naustaveg á Akureyri á þriðjudag. Sex börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið. Sex ára gamalt barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og liggur nú mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr kastalanum. Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, þekkir regluverkið í kring um starfsleyfi hoppukastala. „Þetta er náttúrulega hroðalegt að þetta hafi þurft að gerast. Þar sem það er mjög þekkt að þetta geti gerst varðandi þessa kastala. Það var dauðaslys í Ástralíu og í Bretlandi,“ segir Herdís. Það séu til tveir staðlar fyrir hoppukastala: alþjóðlegur staðall og evrópskur staðall en þeir hafi ekki verið innleiddir hér á landi. Samkvæmt stöðlunum séu kröfurnar sem gerðar eru til svona tækja séu mjög strangar, til dæmis hvað varðar festingar, veðurskilyrði og þá er gerð krafa um að öryggisfulltrúi sé á vakt sem fylgist vel með. „Það á að fara og ganga á allar festingarnar og það á stöðugt að fylgjast með breytingum í vindi,“ segir Herdís en framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sagði í samtali við Vísi í gær að hugsanlega hafi veðuraðstæður verið yfir viðmiðunarmörkum þegar slysið varð. Hoppukastarekstur er starfsleyfisskyld starfsemi en Herdís segir að það vanti skýrari reglur í kring um starfsemina. „Hvað á að uppfylla, hversu margir eiga að vera að vinna, hversu mörgum má hleypa inn á svæðið. Og ef við erum að gera þetta faglega eins og í nágrannalöndunum á þetta allt að koma skýrt fram í starfsleyfinu, þegar þú færð starfsleyfi. Þetta vantar hérna, því miður,“ segir Herdís. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og samkvæmt upplýsingum þaðan er málið í algjörum forgangi. Tekin hefur verið skýrsla af hópi fólks sem staddur var á vettvangi „Svona lagað gerist ekki nema eitthvað sé að en hvað það er veit ég ekki. Lögreglan er að rannsaka þetta og það verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu. En ég veit það að hlutur á ekki að geta tekist á loft nema einhverju sé ábótavant við festingar og frágang. Það er bara alveg skýrt,“ segir Herdís.
Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira