Innlent

Mikið sjónar­spil á gos­stöðvunum í kvöld

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hraunið rennur stríðum straumum úr gígnum.
Hraunið rennur stríðum straumum úr gígnum. Vísir

Mikið sjónarspil hefur verið á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í kvöld. Eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum hefur gosið verið nokkuð óútreiknanlegt undanfarna daga, annað hvort ekki látið á sér kræla eða þá að miklir hrauntaumar hafa spýst upp úr gígnum.

Sama má segja með daginn í dag. Á myndbandi sem tekið var úr þyrlu Landhelgisgæslunnar um miðjan daginn í dag sást vart í jarðeld en núna má sjá mikið hraun renna úr gígnum.

Bæði í gær og á þriðjudag tók eldstöðin sér hlé í nokkra klukkutíma, nær enginn órói fannst á svæðinu og lítið sem ekkert hraun sást í eða koma úr gígnum. Eftir nokkurt hlé, báða dagana, vall hraunið hins vegar upp úr öllum hliðum gígsins.

Hægt er að fylgjast með gosinu í beinni útsendingu úr vefmyndavél Vísis í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum

Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2).

Gosið enn á ný að skipta um gír

Eldgosið í Geldingadölum heldur áfram að skipta um takt og mælist nú nánast enginn gosórói, eftir mikil læti í nótt. Það er þó engin vísbending um endalok gossins, að sögn jarðeðlisfræðings.

Nýtt gos­op hefur opnast utan í gígnum

Nýtt gosop hefur opnast utan í gígnum á Fagradalsfjalli og virðist það hafa gerst rétt fyrir um klukkan tíu í kvöld. Hraun er aftur farið að streyma úr gígnum en gosórói minnkaði töluvert fyrr í dag og sást varla í jarðeld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.