Innlent

Undir­búa ís­lensku­nám barna í leik­skóla

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Fjölgun fjöltyngdra barna í leikskólum er helsta ástæða breytinganna.
Fjölgun fjöltyngdra barna í leikskólum er helsta ástæða breytinganna. vísir/vilhelm

Breytingar hafa verið gerðar á aðal­nám­skrá leik­skóla landsins og eiga þær að miða að því að mæta betur þörfum barna með annað móður­mál en ís­lensku og fjöltyngdum börnum í leik­skólum. Leik­skólarnir munu fram­vegis þurfa að leggja grunn að ís­lensku­námi barna.

Með breytingunum er lögð aukin á­hersla á mikil­vægi þess að „mæta beri hverju og einu barni út frá menningar­bak­grunni þeirra og að náms­um­hverfi skóla henti öllum börnum sem þar stunda leik og nám“, eins og segir í til­kynningu frá mennta- og menningar­mála­ráðu­neytinu.

Til­lögur að breytingunum voru kynntar í sam­ráðs­gáttinni í febrúar og verður upp­færð gerð aðal­nám­skrár leik­skóla birt á næstu dögum.

Þær eru gerðar vegna fjölgunar fjöltyngdra barna í leik­skólum landsins.

Styðja við öll tungumál

Fram­vegis verða leik­skólarnir að leggja grunn að ís­lensku­námi barna og veita þeim ríku­leg tæki­færi til að efla tungu­mála­færni sína í dag­legu starfi og leik. Þá er sett inn á­kvæði í nám­skrána um að „bera skuli virðingu fyrir fjöl­breyttum tungu­málum og leita leiða til að styðja við móður­mál barna og virkt fjöltyngi í dag­legu starfi“.

Einnig er áréttuð nauðsyn þess að gagnkvæmur skilningur ríki milli foreldra og starfsfólks leikskóla um samspil náms og vellíðunar barna.

Breytingarnar voru kynntar helstu hags­muna­aðilum á raf­rænum kynningar­fundi ráðu­neytisins síðasta þriðju­dag. Hann sóttu meðal annars leik­skóla­kennarar, leik­skóla­stjórar, fræðslu­stjórar sveitar­fé­laga og for­eldrar á­samt full­trúum Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga, Sam­taka Móður­mál og há­skólanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×