Innlent

Miklir vatnavextir á Seyðisfirði

Árni Sæberg skrifar
Búist er við að Brúará á Seyðisfirði verði mórauð næstu daga.
Búist er við að Brúará á Seyðisfirði verði mórauð næstu daga. Vísir/Villi

Mikil hlýindi og leysingar hafa verið á Seyðisfirði síðustu daga líkt og annars staðar á Austur- og Norðurlandi. 

Búðará er orðin mórauð af lausefni sem hún hefur grafið úr skriðusári stóru skriðunnar sem féll í lok síðasta árs. Hætt er við að fyllur úr hlíðinni falli í ána. 

Búist er við áframhaldandi leysingum á Austurlandi með tilheyrandi vatnavöxtum og meira lausaefni í Búðará.

Mælar hafa ekki gefið vísbendingar um umfangsmiklar hreyfingar og vatnshæð í borholum hefur ekki aukist mikið.

Ekki er talin hætta á ferð í byggð á Seyðisfirði en Lögreglan á Austurlandi biðlar til fólks að vera ekki á ferðinni innst við Búðará.

Veðurstofan mun áfram fylgjast með stöðu mála og fréttin verður uppfærð ef hún breytist.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.