Óvenjulegt að fólk kvarti og láti í sér heyra vegna bólusetninga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júní 2021 14:17 Þórólfur Guðnason er ekki ýkja stressaður fyrir því að finna til aukaverkana á borð við höfuðverk eða hita eftir seinni sprautu af bóluefni AstraZeneca. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir var bólusettur með seinni skammti af bóluefni AstraZeneca í Laugardalshöll í dag. Hann kveðst ekki kvíðinn því að fá mögulega hausverk eða hita eftir sprautuna. Hann segir stefnt á að hefja bólusetningu barna 12 til 15 ára í haust. Fréttastofa ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalæknir eftir að starfsfólk heilsugæslunnar hafði gefið honum græna ljósið til að yfirgefa höllina að bólusetningu lokinni. Hann segist ánægður með gang bólusetninga hér á landi og ásókn almennings í ónæmi við kórónuveirunni. Bólusetning verndi líka samfélagið „Þetta hefur gengið alveg frábærlega. Bæði hvað fólk hefur tekið vel við sér og hvað fólk er hlynnt bólusetningum. Það er óvenjulegt að fólk skuli vera að láta í sér heyra og kvarta yfir því að fá ekki að komast að, það er bara jákvætt miðað við það sem maður heyrir frá mörgum öðrum löndum,“ en víða utan úr heimi hafa borist fregnir af því að búið sé að bólusetja alla sem vilja, á meðan stórir hópar neiti einfaldlega að mæta í bólusetningu. Þannig sitji stjórnvöld, til að mynda í Bandaríkjunum, uppi með ónotaða bóluefnaskammta og eru talsvert langt frá því að ná tölu bólusettra í þær hæðir að búast megi við almennilegu hjarðónæmi. „Þátttakan hér er bara gríðarlega góð. Það eru einhverjir hópar eftir sem ég vil bara hvetja til að mæta. Svo eru einhverjir sem geta ekki mætt og þess vegna er mjög mikilvægt að muna að bólusetningin verndar mann sjálfan sem einstakling en hún verndar líka samfélagið ef við náum góðri þátttöku. Þannig að þetta er tvíþætt verkun af bólusetningum,“ segir Þórólfur. Bólusetning barna af stað í haust Lyfjastofnun Evrópu og Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hafa bæði gefið leyfi fyrir því að börn á aldrinum 12 til 15 ára verði bólusett með bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Þórólfur segir til skoðunar hér á landi hvort bólusetja eigi öll börn. „Við höfum sagt það að við viljum bólusetja börn með undirliggjandi sjúkdóma, sem geta farið illa út úr Covid. Svo viljum við líka bjóða upp á bólusetningu barna ef foreldrar æskja þess. En það er ekki víst að við náum því fyrr en seinni partinn í ágúst,“ segir Þórólfur. Hann segist þó telja að það verði ekki mögulegt fyrr en í síðari hluta ágústmánaðar, einfaldlega vegna starfsmannakostur bjóði ekki upp á það. „Ég held að það væri fínt, þegar skólarnir byrja að fara þá í gang, ef að foreldrar vilja,“ segir Þórólfur. Hann segir lágmarksáhættu fólgna í því að hætta að skima börn og þá sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrra sýkingu á landamærunum, líkt og gert verður nú um mánaðamótin. Ákvörðunin sé byggð á fyrirliggjandi gögnum og áhættumati. „Sérstaklega vegna þess að við erum komin með svona góða þátttöku í bólusetningum hér innanlands,“ segir Þórólfur sem telur þó áfram þörf á að hvetja fólk til að fara varlega og mæta í sýnatöku, finni það fyrir einkennum. Gætu þurft annan skammt af Janssen Um það hefur verið fjallað í erlendum fjölmiðlum að fólk sem bólusett var með bóluefni Janssen gæti þurft að fá annan skammt þegar fram líða stundir, til þess að viðhalda fullri virkni, en efnið hefur hingað til verið það eina sem talið er hafa dugað með einum skammti. Þórólfur segir þetta allt í skoðun. „Það gæti alveg komið til greina að þyrfti að gera það. Við þurfum aðeins að skoða það betur og fá góð rök fyrir því að gera það.“ Hann segir þá einnig koma til greina að fólk sem hefur fengið fyrri skammt af AstraZeneca fái síðari skammt af Pfizer. Það veiti góða virkni en valdi meiri aukaverkunum á borð við hita og beinverkjum. Þórólfur segir því ákjósanlegast að fólk verði bólusett með tveimur skömmtum af sama efni, ef kostur er. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Löng röð eftir bóluefni AstraZeneca Löng röð hefur myndast eftir bólusetningum í Laugardalshöll og nær hún langt upp á Suðurlandsbraut. Í dag er bólusett með seinni skammti af bóluefni AstraZeneca. 30. júní 2021 10:27 Vörnin frá Pfizer og Moderna líkleg til að endast í mörg ár Bóluefni Pfizer og Moderna eru líkleg til þess að veita langvarandi vörn gegn Covid-19. Ný rannsókn gefur til kynna að ekki verði þörf á viðbótarsprautu um nokkurra ára skeið eftir að maður hefur verið fullbólusettur. 28. júní 2021 16:59 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalæknir eftir að starfsfólk heilsugæslunnar hafði gefið honum græna ljósið til að yfirgefa höllina að bólusetningu lokinni. Hann segist ánægður með gang bólusetninga hér á landi og ásókn almennings í ónæmi við kórónuveirunni. Bólusetning verndi líka samfélagið „Þetta hefur gengið alveg frábærlega. Bæði hvað fólk hefur tekið vel við sér og hvað fólk er hlynnt bólusetningum. Það er óvenjulegt að fólk skuli vera að láta í sér heyra og kvarta yfir því að fá ekki að komast að, það er bara jákvætt miðað við það sem maður heyrir frá mörgum öðrum löndum,“ en víða utan úr heimi hafa borist fregnir af því að búið sé að bólusetja alla sem vilja, á meðan stórir hópar neiti einfaldlega að mæta í bólusetningu. Þannig sitji stjórnvöld, til að mynda í Bandaríkjunum, uppi með ónotaða bóluefnaskammta og eru talsvert langt frá því að ná tölu bólusettra í þær hæðir að búast megi við almennilegu hjarðónæmi. „Þátttakan hér er bara gríðarlega góð. Það eru einhverjir hópar eftir sem ég vil bara hvetja til að mæta. Svo eru einhverjir sem geta ekki mætt og þess vegna er mjög mikilvægt að muna að bólusetningin verndar mann sjálfan sem einstakling en hún verndar líka samfélagið ef við náum góðri þátttöku. Þannig að þetta er tvíþætt verkun af bólusetningum,“ segir Þórólfur. Bólusetning barna af stað í haust Lyfjastofnun Evrópu og Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hafa bæði gefið leyfi fyrir því að börn á aldrinum 12 til 15 ára verði bólusett með bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Þórólfur segir til skoðunar hér á landi hvort bólusetja eigi öll börn. „Við höfum sagt það að við viljum bólusetja börn með undirliggjandi sjúkdóma, sem geta farið illa út úr Covid. Svo viljum við líka bjóða upp á bólusetningu barna ef foreldrar æskja þess. En það er ekki víst að við náum því fyrr en seinni partinn í ágúst,“ segir Þórólfur. Hann segist þó telja að það verði ekki mögulegt fyrr en í síðari hluta ágústmánaðar, einfaldlega vegna starfsmannakostur bjóði ekki upp á það. „Ég held að það væri fínt, þegar skólarnir byrja að fara þá í gang, ef að foreldrar vilja,“ segir Þórólfur. Hann segir lágmarksáhættu fólgna í því að hætta að skima börn og þá sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrra sýkingu á landamærunum, líkt og gert verður nú um mánaðamótin. Ákvörðunin sé byggð á fyrirliggjandi gögnum og áhættumati. „Sérstaklega vegna þess að við erum komin með svona góða þátttöku í bólusetningum hér innanlands,“ segir Þórólfur sem telur þó áfram þörf á að hvetja fólk til að fara varlega og mæta í sýnatöku, finni það fyrir einkennum. Gætu þurft annan skammt af Janssen Um það hefur verið fjallað í erlendum fjölmiðlum að fólk sem bólusett var með bóluefni Janssen gæti þurft að fá annan skammt þegar fram líða stundir, til þess að viðhalda fullri virkni, en efnið hefur hingað til verið það eina sem talið er hafa dugað með einum skammti. Þórólfur segir þetta allt í skoðun. „Það gæti alveg komið til greina að þyrfti að gera það. Við þurfum aðeins að skoða það betur og fá góð rök fyrir því að gera það.“ Hann segir þá einnig koma til greina að fólk sem hefur fengið fyrri skammt af AstraZeneca fái síðari skammt af Pfizer. Það veiti góða virkni en valdi meiri aukaverkunum á borð við hita og beinverkjum. Þórólfur segir því ákjósanlegast að fólk verði bólusett með tveimur skömmtum af sama efni, ef kostur er.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Löng röð eftir bóluefni AstraZeneca Löng röð hefur myndast eftir bólusetningum í Laugardalshöll og nær hún langt upp á Suðurlandsbraut. Í dag er bólusett með seinni skammti af bóluefni AstraZeneca. 30. júní 2021 10:27 Vörnin frá Pfizer og Moderna líkleg til að endast í mörg ár Bóluefni Pfizer og Moderna eru líkleg til þess að veita langvarandi vörn gegn Covid-19. Ný rannsókn gefur til kynna að ekki verði þörf á viðbótarsprautu um nokkurra ára skeið eftir að maður hefur verið fullbólusettur. 28. júní 2021 16:59 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Löng röð eftir bóluefni AstraZeneca Löng röð hefur myndast eftir bólusetningum í Laugardalshöll og nær hún langt upp á Suðurlandsbraut. Í dag er bólusett með seinni skammti af bóluefni AstraZeneca. 30. júní 2021 10:27
Vörnin frá Pfizer og Moderna líkleg til að endast í mörg ár Bóluefni Pfizer og Moderna eru líkleg til þess að veita langvarandi vörn gegn Covid-19. Ný rannsókn gefur til kynna að ekki verði þörf á viðbótarsprautu um nokkurra ára skeið eftir að maður hefur verið fullbólusettur. 28. júní 2021 16:59