Talningarklúður fyrir borgarstjórakosningar í New York Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2021 11:13 Eric Adams var með forystu í fyrstu tölum á kosninganótt í síðustu viku. Endanlegra úrslita er ekki að vænta fyrr en eftir um tvær vikur. AP/Kevin Hagen Kjörstjórn forvals Demókrataflokksins fyrir borgarastjórakosningarnar í New York þurfti að draga til baka nýjar tölur sem hún birti eftir að í ljós kom að fleiri en hundrað þúsund sýnihorn af kjörseðlum voru ranglega talin með. Forval demókrata fór fram þriðjudaginn 22. júní en kosið var með nýju sniði í ár. Vanalega hefur sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði hrósað sigri í forvali, óháð því hvort hann fái meirihluta atkvæða. Í ár gátu kjósendur hins vegar raðað allt að fimm frambjóðendum á lista í þeirri röð sem þeir hugnuðust þeim. Flóknara er að telja atkvæðin nú en í fyrri forvölum flokksins. Fái enginn frambjóðandi meira en helming atkvæða í fyrsta sæti í fyrstu umferð talningar er gengið niður listann. Atkvæði þeirra sem fengu fæstu atkvæðin í fyrsta sætið fara til þess frambjóðanda sem kjósendur nefndu í annað sætið. Þannig gengur talningin þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Drógu tölur til baka vegna „misræmis“ Á kosninganótt var Eric Adams, forseti Brooklyn-hverfisins og fyrrverandi lögreglumaður, með forystu í forvalinu. Þegar kjörstjórn birti nýjar tölur í gær hafði dregið verulega saman á milli Adams og tveggja næstu keppinauta hans. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tölurnar birtust sendi kjörstjórnin frá sér fáorða yfirlýsingu um að „misræmi“ væri til skoðunar. Í gærkvöldi voru tölurnar svo dregnar til baka með tilkynningu um að nýjar tölur yrðu aðgengilegar í dag. Á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi viðurkenndi kjörstjórnin svo í yfirlýsingu að farist hefði fyrir að fjarlægja um 135.000 sýnishorn af kjörseðlum sem voru notuð til að prófa hugbúnaðinn sem vinnur úr vali kjósendanna. Þau „atkvæði“ voru því fyrir misgáning talin með raunverulegu atkvæðunum, að sögn New York Times. Kathryn Garcia (f.m) situr fyrir á mynd með stuðningsmanni. Hún veitir Adams einna mesta samkeppni í forvali Demókrataflokksins.AP/Richard Drew Úrslita ekki að vænta fyrr en um miðjan júlí Klúðrið hefur ekki verið til að auka tiltrú á framkvæmd kosninganna. Margir höfðu efast um að kjörstjórnin, sem hefur lengi verið sökuð uum vanhæfni og frændhygli, væri fær um að framkvæma kosningarnar með nýju og flóknara fyrirkomulagi. Ekki er búist við að endanleg úrslit í forvalinu liggi fyrir fyrr en um miðjan júlí. Þegar búið verður að telja atkvæði frá kjördegi og raða frambjóðendum á enn eftir að telja í kringum 124.000 utankjörfundaratkvæði. Borgarstjórakosningarnar sjálfar fara fram 2. nóvember. Þá etur sigurvegarinn úr forvali demókrata kappi við Curtis Sliwa, frambjóðanda Repúblikanaflokkins. Sliwa er spjallþáttastjórnandi og stofnandi sjálfboðaliðasamtakanna Verndarenglanna sem vinna að forvörnum gegn glæpum. Bill de Blasio, borgarstjóri New York og demókrati, hefur setið í tvö kjörtímabil og er því ekki kjörgengur aftur. Bandaríkin Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Forval demókrata fór fram þriðjudaginn 22. júní en kosið var með nýju sniði í ár. Vanalega hefur sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði hrósað sigri í forvali, óháð því hvort hann fái meirihluta atkvæða. Í ár gátu kjósendur hins vegar raðað allt að fimm frambjóðendum á lista í þeirri röð sem þeir hugnuðust þeim. Flóknara er að telja atkvæðin nú en í fyrri forvölum flokksins. Fái enginn frambjóðandi meira en helming atkvæða í fyrsta sæti í fyrstu umferð talningar er gengið niður listann. Atkvæði þeirra sem fengu fæstu atkvæðin í fyrsta sætið fara til þess frambjóðanda sem kjósendur nefndu í annað sætið. Þannig gengur talningin þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Drógu tölur til baka vegna „misræmis“ Á kosninganótt var Eric Adams, forseti Brooklyn-hverfisins og fyrrverandi lögreglumaður, með forystu í forvalinu. Þegar kjörstjórn birti nýjar tölur í gær hafði dregið verulega saman á milli Adams og tveggja næstu keppinauta hans. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tölurnar birtust sendi kjörstjórnin frá sér fáorða yfirlýsingu um að „misræmi“ væri til skoðunar. Í gærkvöldi voru tölurnar svo dregnar til baka með tilkynningu um að nýjar tölur yrðu aðgengilegar í dag. Á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi viðurkenndi kjörstjórnin svo í yfirlýsingu að farist hefði fyrir að fjarlægja um 135.000 sýnishorn af kjörseðlum sem voru notuð til að prófa hugbúnaðinn sem vinnur úr vali kjósendanna. Þau „atkvæði“ voru því fyrir misgáning talin með raunverulegu atkvæðunum, að sögn New York Times. Kathryn Garcia (f.m) situr fyrir á mynd með stuðningsmanni. Hún veitir Adams einna mesta samkeppni í forvali Demókrataflokksins.AP/Richard Drew Úrslita ekki að vænta fyrr en um miðjan júlí Klúðrið hefur ekki verið til að auka tiltrú á framkvæmd kosninganna. Margir höfðu efast um að kjörstjórnin, sem hefur lengi verið sökuð uum vanhæfni og frændhygli, væri fær um að framkvæma kosningarnar með nýju og flóknara fyrirkomulagi. Ekki er búist við að endanleg úrslit í forvalinu liggi fyrir fyrr en um miðjan júlí. Þegar búið verður að telja atkvæði frá kjördegi og raða frambjóðendum á enn eftir að telja í kringum 124.000 utankjörfundaratkvæði. Borgarstjórakosningarnar sjálfar fara fram 2. nóvember. Þá etur sigurvegarinn úr forvali demókrata kappi við Curtis Sliwa, frambjóðanda Repúblikanaflokkins. Sliwa er spjallþáttastjórnandi og stofnandi sjálfboðaliðasamtakanna Verndarenglanna sem vinna að forvörnum gegn glæpum. Bill de Blasio, borgarstjóri New York og demókrati, hefur setið í tvö kjörtímabil og er því ekki kjörgengur aftur.
Bandaríkin Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira