Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 08:39 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að þörf sé á öflugri skjálftahrinu til að gosinu ljúki. Vísir/Vilhelm „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. Þorvaldur segir að hann telji að það þurfi mögulega aðra skjálftahrinu, sem drifin er áfram af plötuhreyfingum, til að stoppa þetta gos. „Slíkar plötuhreyfingar virðast hafa komið þessu gosi af stað og mig grunar að það þurfi kannski eitthvað svipað til að stoppa það.“ Á meðan jörðin skelfur ekki heldur gosið þá áfram? „Já, þá rennur kvikan bara upp um gosrásina. Þetta er bara eins og pípa sem er alltaf opin. Lekur alltaf jafnt og þétt úr henni. Og enginn krani til að skrúfa fyrir. Þeir gleymdu að kaupa hann,“ segir Þorvaldur léttur í bragði. Smá hiksti Nokkur umræða skapaðist fyrr í vikunni um hvort að eldgosinu væri að ljúka eftir að gosórói féll um stund á þriðjudagskvöldið. Þorvaldur segist þó ekki hafa haldið að eldgosinu væri eitthvað að ljúka. „Það hefur komið smá hiksti í þetta, en þetta hefur gerst áður þannig að maður átti nú alveg eins von á því að það myndi ná sér upp aftur.“ Mikil boðaföll Þorvaldur segir að þær séu orðnar ansi öflugar hrinurnar nú og með töluverðum kvikustrókum, þegar sést þá til gossins á annað borð. „Við sjáum í gærkvöldi, milli klukkan átta og níu, þá komu tvær fallegar hrinur með allmyndarlegum kvikustrókum og virkilega öflugt hraunflæði út úr gígnum. Mikil boðaföll þarna niður hlíðarnar. Svo tókum við eftir því að það var líka veruleg virkni á yfirborði, yfirhlaup eins og við myndum kalla það, í Meradölum. Þannig að stór hluti Meradala var að þekjast nýju hrauni og svo fór vesturendinn á hrauninu í Nátthaga af stað í gær líka,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Þorvaldur segir að hann telji að það þurfi mögulega aðra skjálftahrinu, sem drifin er áfram af plötuhreyfingum, til að stoppa þetta gos. „Slíkar plötuhreyfingar virðast hafa komið þessu gosi af stað og mig grunar að það þurfi kannski eitthvað svipað til að stoppa það.“ Á meðan jörðin skelfur ekki heldur gosið þá áfram? „Já, þá rennur kvikan bara upp um gosrásina. Þetta er bara eins og pípa sem er alltaf opin. Lekur alltaf jafnt og þétt úr henni. Og enginn krani til að skrúfa fyrir. Þeir gleymdu að kaupa hann,“ segir Þorvaldur léttur í bragði. Smá hiksti Nokkur umræða skapaðist fyrr í vikunni um hvort að eldgosinu væri að ljúka eftir að gosórói féll um stund á þriðjudagskvöldið. Þorvaldur segist þó ekki hafa haldið að eldgosinu væri eitthvað að ljúka. „Það hefur komið smá hiksti í þetta, en þetta hefur gerst áður þannig að maður átti nú alveg eins von á því að það myndi ná sér upp aftur.“ Mikil boðaföll Þorvaldur segir að þær séu orðnar ansi öflugar hrinurnar nú og með töluverðum kvikustrókum, þegar sést þá til gossins á annað borð. „Við sjáum í gærkvöldi, milli klukkan átta og níu, þá komu tvær fallegar hrinur með allmyndarlegum kvikustrókum og virkilega öflugt hraunflæði út úr gígnum. Mikil boðaföll þarna niður hlíðarnar. Svo tókum við eftir því að það var líka veruleg virkni á yfirborði, yfirhlaup eins og við myndum kalla það, í Meradölum. Þannig að stór hluti Meradala var að þekjast nýju hrauni og svo fór vesturendinn á hrauninu í Nátthaga af stað í gær líka,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira