Bindur vonir við að orgel, altari og annað timburverk hafi ekki orðið fyrir rakaskemmdum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2021 20:01 Töluvert tjón varð í Háteigskirkju vegna vatnsleka í kjallara kirkjunnar í dag. Kirkjuvörður bindur vonir við að orgel, altari og annað timburverk hafi ekki orðið fyrir rakaskemmdum. Slökkvilið var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. Lekinn uppgötvaðist í morgun en líklegt þykir að byrjað hafi að leka í gærkvöldi eða nótt. „Þetta kom í ljós þegar ég geng inn í kirkjuna. Þá finn ég þessa skrítnu lykt og eftir því sem ég labba framar í kirkjuna þá fer ég að heyra bylinn í vatninu,“ sagði Rannveig Eva Karlsdóttir, kirkjuvörður í Háteigskirkju. Slökkvilið hafði nýlokið við að dæla vatni upp úr kjallaranum þegar fréttastofu bar að garði skömmu eftir hádegi, en unnið var að þurrkun í dag. Ekki er vitað hvað olli lekanum. „En þetta hefur verið einhvers konar sprenging í vatnskerfinu.“ Ekki er vitað hve mikið tjón varð en að sögn Rannveigar er það töluvert. Ýmislegt er geymt í kjallara kirkjunnar meðal annars nótnablöð, jólaskraut og skjöl sem skemmdust. Þessi nótnablöð eru blaut í gegn.SIGURJÓN ÓLASON „Loftið hérna er þakið dropum eftir lekann og mikill raki hérna inni. Þessar nótur og skjöl eru meðal þess sem skemmdist í lekanum.“ Lekinn varð einungis í kjallara kirkjunnar en líkt og sést í myndbandinu voru gluggar í alrými kirkjunnar sveittir auk þess sem vatnstaumar láku niður veggina. Við sjáum að hérna inni er raki í gluggum og lofti. Haldiði að eitthvað hér hafi orðið fyrir skemmdum eins og þetta fallega orgel? „Ég vona svo sannarlega ekki við erum líka með flygil í kirkjunni og svo í öllu þessu viðarverki, bekkjunum, altari og svo framvegis, ég vona bara ekki,“ sagði Rannveig. Hér sjást vatnstaumar leka niður veggina í kirkjuskipinu.SIGURJÓN ÓLASON Þjóðkirkjan Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Mikill vatnsleki í kjallara Háteigskirkju Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. 28. júní 2021 12:43 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Slökkvilið var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. Lekinn uppgötvaðist í morgun en líklegt þykir að byrjað hafi að leka í gærkvöldi eða nótt. „Þetta kom í ljós þegar ég geng inn í kirkjuna. Þá finn ég þessa skrítnu lykt og eftir því sem ég labba framar í kirkjuna þá fer ég að heyra bylinn í vatninu,“ sagði Rannveig Eva Karlsdóttir, kirkjuvörður í Háteigskirkju. Slökkvilið hafði nýlokið við að dæla vatni upp úr kjallaranum þegar fréttastofu bar að garði skömmu eftir hádegi, en unnið var að þurrkun í dag. Ekki er vitað hvað olli lekanum. „En þetta hefur verið einhvers konar sprenging í vatnskerfinu.“ Ekki er vitað hve mikið tjón varð en að sögn Rannveigar er það töluvert. Ýmislegt er geymt í kjallara kirkjunnar meðal annars nótnablöð, jólaskraut og skjöl sem skemmdust. Þessi nótnablöð eru blaut í gegn.SIGURJÓN ÓLASON „Loftið hérna er þakið dropum eftir lekann og mikill raki hérna inni. Þessar nótur og skjöl eru meðal þess sem skemmdist í lekanum.“ Lekinn varð einungis í kjallara kirkjunnar en líkt og sést í myndbandinu voru gluggar í alrými kirkjunnar sveittir auk þess sem vatnstaumar láku niður veggina. Við sjáum að hérna inni er raki í gluggum og lofti. Haldiði að eitthvað hér hafi orðið fyrir skemmdum eins og þetta fallega orgel? „Ég vona svo sannarlega ekki við erum líka með flygil í kirkjunni og svo í öllu þessu viðarverki, bekkjunum, altari og svo framvegis, ég vona bara ekki,“ sagði Rannveig. Hér sjást vatnstaumar leka niður veggina í kirkjuskipinu.SIGURJÓN ÓLASON
Þjóðkirkjan Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Mikill vatnsleki í kjallara Háteigskirkju Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. 28. júní 2021 12:43 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Mikill vatnsleki í kjallara Háteigskirkju Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. 28. júní 2021 12:43