Innlent

Við­töl af djamminu: „Fokk Covid“

Óttar Kolbeinsson Proppé og Snorri Másson skrifa

Mikil gleði og léttir ein­kenndu and­rúms­loftið í mið­bænum í nótt þegar frétta­menn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við.

Öllum sam­komu­tak­mörkunum hafði þá ný­verið af­létt og um leið öllum hömlum á opnunar­tíma skemmti­staða.

Full­trúar frétta­stofu voru mættir niður í mið­bæ á slaginu tólf í nótt, um það leyti sem mann­skapurinn hefur verið að hverfa frá mið­bænum síðustu mánuði.

Í þetta skiptið var fólkið þó rétt að byrja að skemmta sér og aug­ljóst að hér ætti djammið eftir að standa fram á rauða nótt.

Ferðin hófst á gatna­mótum Lauga­vegar og Ingólfs­strætis og náði frétta­stofa tali af fólki af öllum toga, ungum jafnt sem öldnum.

En þó fólkið hafi verið mis­jafnt var mark­miðið sam­eigin­legt: Að fagna þessari sögu­legu stundu á við­eig­andi máta, sumir með „púka­stælum“ en aðrir í mestu makindum í góðra vina hópi á Kalda barnum.

Við látum mynd­efni og við­töl okkar frá gær­kvöldinu tala sínu máli í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Ölvaðir í mið­bænum ekki til mikilla vand­ræða

Svo virðist sem djammið í mið­bænum í nótt hafi gengið nokkuð eðli­lega fyrir sig, að minnsta kosti að því marki sem slíkt getur talist eðli­legt. Af­­skipti lög­­reglu af fólki í bænum í nótt virðast nefni­lega hafa verið lítil sem engin.

467 daga þrauta­ganga á enda

Dagurinn í dag er sann­kallaður há­tíðis­dagur. Hann markar enda­lok sam­komu­tak­markana sem hafa verið í gildi í ein­hverri mynd síðustu 467 daga. Og það vonandi til fram­búðar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.