Segja enga tilraun hafa verið gerða til að leyna upptökum Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 18:52 Hljóð vantaði á hluta upptöku úr búkmyndavélum lögregluþjónana sem önsuðu útkallinu vegna samkvæmis í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Vísir/Egill Eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar hafði frá upphafi nákvæmt eftirrit af ummælum lögregluþjóna sem sinntu umdeildu útkalli í Ásmundarsal á Þorláksmessu og engin tilraun var gerð til þess að leyna því sem kom fram á upptökum búkmyndavéla þeirra, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt áliti eftirlitsnefndarinnar var háttsemi tveggja lögregluþjóna sem fóru í Ásmundarsal eftir að tilkynning barst um að þar væri samkvæmi í gangi sem kynni að brjóta gegn þágildandi sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins ámælisverð. Útkallið vakti landsathygli þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var einn gesta á samkomunni. Hann baðst síðar afsökunar á því. Á upptöku úr búkmyndavélum þeirra heyrðust lögreglumennirnir meðal annars tala um hvernig að fréttatilkynning um útkallið yrði orðuð og talaði annar þeirra um einhvern tengdan Sjálfstæðisflokknum sem „framapotara“. Eftirlitsnefndin sagðist hafa átt í erfiðleikum með að fá upptökurnar afhentar og þegar þær hafi loks fengist hafi verið búið að afmá hluta af hljóðupptökunni. Í yfirlýsingu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins nú í kvöld kemur fram að eftirlitsnefndin hafi haft „tæmandi“ eftirrit af samræðum lögreglumanna á vettvangi frá upphafi rannsóknar hennar. Hluti af upptökum úr búkmyndavélunum hafi vissulega verið án hljóðs en þegar nefndin gerði athugasemd við það hafi rétt eintak verið sent. „Engin tilraun var gerð til að leyna því sem fram kom á upptökunum,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Lögreglan segir hafa niðurstöðu nefndarinnar um ámælisverða háttsemi lögregluþjónana til meðferðar. Að öðru leyti veiti hún ekki upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Fyrstu upplýsingar að um einkasamkvæmi væri að ræða Dagbókarfærsla lögreglunnar á aðfangadagsmorgun þar sem kom fram að ráðherra hafi verið viðstaddur samkvæmið var talin efnislega röng að áliti eftirlitsnefndarinnar. Lögreglan segir í yfirlýsingu sinni nú að fyrstu upplýsingar hafi verið að um einkasamkvæmi væri að ræða í Ásmundarsal og því hafi það verið skráð sem slíkt í dagbók. „Hins vegar leiddi frekari rannsókn málsins í ljós að svo var ekki. Markmið með birtingu upplýsinga úr dagbókarfærslum er að fjalla um verkefni lögreglu eins og þau birtast á hverjum tíma. Eðli máls samkvæmt geta mál skýrst eða tekið aðra stefnu eftir því sem rannsókn miðar áfram,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Eigendur Ásmundarsals gengust á endanum undir sektargreiðslu vegna þess að grímuskylda var ekki virt á viðburðinum sem þeir lýstu sem sölusýningu og því ættu sóttvarnareglur um verslanir að gilda um samkvæmið. Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Samkvæmt áliti eftirlitsnefndarinnar var háttsemi tveggja lögregluþjóna sem fóru í Ásmundarsal eftir að tilkynning barst um að þar væri samkvæmi í gangi sem kynni að brjóta gegn þágildandi sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins ámælisverð. Útkallið vakti landsathygli þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var einn gesta á samkomunni. Hann baðst síðar afsökunar á því. Á upptöku úr búkmyndavélum þeirra heyrðust lögreglumennirnir meðal annars tala um hvernig að fréttatilkynning um útkallið yrði orðuð og talaði annar þeirra um einhvern tengdan Sjálfstæðisflokknum sem „framapotara“. Eftirlitsnefndin sagðist hafa átt í erfiðleikum með að fá upptökurnar afhentar og þegar þær hafi loks fengist hafi verið búið að afmá hluta af hljóðupptökunni. Í yfirlýsingu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins nú í kvöld kemur fram að eftirlitsnefndin hafi haft „tæmandi“ eftirrit af samræðum lögreglumanna á vettvangi frá upphafi rannsóknar hennar. Hluti af upptökum úr búkmyndavélunum hafi vissulega verið án hljóðs en þegar nefndin gerði athugasemd við það hafi rétt eintak verið sent. „Engin tilraun var gerð til að leyna því sem fram kom á upptökunum,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Lögreglan segir hafa niðurstöðu nefndarinnar um ámælisverða háttsemi lögregluþjónana til meðferðar. Að öðru leyti veiti hún ekki upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Fyrstu upplýsingar að um einkasamkvæmi væri að ræða Dagbókarfærsla lögreglunnar á aðfangadagsmorgun þar sem kom fram að ráðherra hafi verið viðstaddur samkvæmið var talin efnislega röng að áliti eftirlitsnefndarinnar. Lögreglan segir í yfirlýsingu sinni nú að fyrstu upplýsingar hafi verið að um einkasamkvæmi væri að ræða í Ásmundarsal og því hafi það verið skráð sem slíkt í dagbók. „Hins vegar leiddi frekari rannsókn málsins í ljós að svo var ekki. Markmið með birtingu upplýsinga úr dagbókarfærslum er að fjalla um verkefni lögreglu eins og þau birtast á hverjum tíma. Eðli máls samkvæmt geta mál skýrst eða tekið aðra stefnu eftir því sem rannsókn miðar áfram,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Eigendur Ásmundarsals gengust á endanum undir sektargreiðslu vegna þess að grímuskylda var ekki virt á viðburðinum sem þeir lýstu sem sölusýningu og því ættu sóttvarnareglur um verslanir að gilda um samkvæmið.
Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira