Segja enga tilraun hafa verið gerða til að leyna upptökum Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 18:52 Hljóð vantaði á hluta upptöku úr búkmyndavélum lögregluþjónana sem önsuðu útkallinu vegna samkvæmis í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Vísir/Egill Eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar hafði frá upphafi nákvæmt eftirrit af ummælum lögregluþjóna sem sinntu umdeildu útkalli í Ásmundarsal á Þorláksmessu og engin tilraun var gerð til þess að leyna því sem kom fram á upptökum búkmyndavéla þeirra, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt áliti eftirlitsnefndarinnar var háttsemi tveggja lögregluþjóna sem fóru í Ásmundarsal eftir að tilkynning barst um að þar væri samkvæmi í gangi sem kynni að brjóta gegn þágildandi sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins ámælisverð. Útkallið vakti landsathygli þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var einn gesta á samkomunni. Hann baðst síðar afsökunar á því. Á upptöku úr búkmyndavélum þeirra heyrðust lögreglumennirnir meðal annars tala um hvernig að fréttatilkynning um útkallið yrði orðuð og talaði annar þeirra um einhvern tengdan Sjálfstæðisflokknum sem „framapotara“. Eftirlitsnefndin sagðist hafa átt í erfiðleikum með að fá upptökurnar afhentar og þegar þær hafi loks fengist hafi verið búið að afmá hluta af hljóðupptökunni. Í yfirlýsingu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins nú í kvöld kemur fram að eftirlitsnefndin hafi haft „tæmandi“ eftirrit af samræðum lögreglumanna á vettvangi frá upphafi rannsóknar hennar. Hluti af upptökum úr búkmyndavélunum hafi vissulega verið án hljóðs en þegar nefndin gerði athugasemd við það hafi rétt eintak verið sent. „Engin tilraun var gerð til að leyna því sem fram kom á upptökunum,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Lögreglan segir hafa niðurstöðu nefndarinnar um ámælisverða háttsemi lögregluþjónana til meðferðar. Að öðru leyti veiti hún ekki upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Fyrstu upplýsingar að um einkasamkvæmi væri að ræða Dagbókarfærsla lögreglunnar á aðfangadagsmorgun þar sem kom fram að ráðherra hafi verið viðstaddur samkvæmið var talin efnislega röng að áliti eftirlitsnefndarinnar. Lögreglan segir í yfirlýsingu sinni nú að fyrstu upplýsingar hafi verið að um einkasamkvæmi væri að ræða í Ásmundarsal og því hafi það verið skráð sem slíkt í dagbók. „Hins vegar leiddi frekari rannsókn málsins í ljós að svo var ekki. Markmið með birtingu upplýsinga úr dagbókarfærslum er að fjalla um verkefni lögreglu eins og þau birtast á hverjum tíma. Eðli máls samkvæmt geta mál skýrst eða tekið aðra stefnu eftir því sem rannsókn miðar áfram,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Eigendur Ásmundarsals gengust á endanum undir sektargreiðslu vegna þess að grímuskylda var ekki virt á viðburðinum sem þeir lýstu sem sölusýningu og því ættu sóttvarnareglur um verslanir að gilda um samkvæmið. Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Götum lokað í miðborginni vegna aðgerðar sérsveitar Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Samkvæmt áliti eftirlitsnefndarinnar var háttsemi tveggja lögregluþjóna sem fóru í Ásmundarsal eftir að tilkynning barst um að þar væri samkvæmi í gangi sem kynni að brjóta gegn þágildandi sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins ámælisverð. Útkallið vakti landsathygli þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var einn gesta á samkomunni. Hann baðst síðar afsökunar á því. Á upptöku úr búkmyndavélum þeirra heyrðust lögreglumennirnir meðal annars tala um hvernig að fréttatilkynning um útkallið yrði orðuð og talaði annar þeirra um einhvern tengdan Sjálfstæðisflokknum sem „framapotara“. Eftirlitsnefndin sagðist hafa átt í erfiðleikum með að fá upptökurnar afhentar og þegar þær hafi loks fengist hafi verið búið að afmá hluta af hljóðupptökunni. Í yfirlýsingu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins nú í kvöld kemur fram að eftirlitsnefndin hafi haft „tæmandi“ eftirrit af samræðum lögreglumanna á vettvangi frá upphafi rannsóknar hennar. Hluti af upptökum úr búkmyndavélunum hafi vissulega verið án hljóðs en þegar nefndin gerði athugasemd við það hafi rétt eintak verið sent. „Engin tilraun var gerð til að leyna því sem fram kom á upptökunum,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Lögreglan segir hafa niðurstöðu nefndarinnar um ámælisverða háttsemi lögregluþjónana til meðferðar. Að öðru leyti veiti hún ekki upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Fyrstu upplýsingar að um einkasamkvæmi væri að ræða Dagbókarfærsla lögreglunnar á aðfangadagsmorgun þar sem kom fram að ráðherra hafi verið viðstaddur samkvæmið var talin efnislega röng að áliti eftirlitsnefndarinnar. Lögreglan segir í yfirlýsingu sinni nú að fyrstu upplýsingar hafi verið að um einkasamkvæmi væri að ræða í Ásmundarsal og því hafi það verið skráð sem slíkt í dagbók. „Hins vegar leiddi frekari rannsókn málsins í ljós að svo var ekki. Markmið með birtingu upplýsinga úr dagbókarfærslum er að fjalla um verkefni lögreglu eins og þau birtast á hverjum tíma. Eðli máls samkvæmt geta mál skýrst eða tekið aðra stefnu eftir því sem rannsókn miðar áfram,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Eigendur Ásmundarsals gengust á endanum undir sektargreiðslu vegna þess að grímuskylda var ekki virt á viðburðinum sem þeir lýstu sem sölusýningu og því ættu sóttvarnareglur um verslanir að gilda um samkvæmið.
Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Götum lokað í miðborginni vegna aðgerðar sérsveitar Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira