Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júní 2021 12:45 Umfangsmikil leit stendur yfir í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. „Staðan er þannig að nú fer að líða í að það fer að verða sólarhringur í að maðurinn varð viðskila. Þannig að við erum búin að kalla út björgunarsveitir á öllu Suðurlandi, alveg austur fyrir Höfn, á öllu höfuðborgarsvæðinu og Norður- og Vesturlandi,“ segir Jónas Guðmundsson í vettvangsstjórn Landsbjargar. Aðstæður í gær voru erfiðar og skyggni slæmt, en töluvert betri í dag. Aðspurður segir hann svæðið ekki erfitt yfirferðar. „Það er kannski ekki erfitt, þetta eru frekar lág fjöll, nokkur hundruð metrar, en hins vegar er alltaf erfitt að finna týndan aðila. Viðkomandi gæti legið einhvers staðar, verið búinn að hjúfra sig saman og svo framvegis. Þannig að leit er alltaf erfið sem slík,“ útskýrir Jónas. Skoða hvort maðurinn hafi farið út á hraunið Fjölgað verður í leitarhópnum síðar í dag og búist er við að 200 manns muni taka þátt í leitinni. Að auki er notast við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir svæðið. „Í upphafi lögðum við áherslu á svæðið umhverfis gosstöðvarnar en eftir því sem tíminn líður þá stækkar auðvitað leitarsvæðið, því maður veit ekki hvernig týnt fólk hagar sér. Sumir setjast niður og bíða, sem er betri kostur, en aðrir labba og freista þess að komast til byggða.“ Jónas segir að maðurinn hafi verið ágætlega búinn. „Hann er ekkert illa búinn en ekkert vel búinn heldur.“ Ekki er útilokað að maðurinn hafi farið út á hraunið. „Auðvitað er það ein af þeim sviðsmyndum sem við erum að skoða en göngum ekki út frá því.” Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur. 25. júní 2021 22:59 Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina. 25. júní 2021 19:52 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Staðan er þannig að nú fer að líða í að það fer að verða sólarhringur í að maðurinn varð viðskila. Þannig að við erum búin að kalla út björgunarsveitir á öllu Suðurlandi, alveg austur fyrir Höfn, á öllu höfuðborgarsvæðinu og Norður- og Vesturlandi,“ segir Jónas Guðmundsson í vettvangsstjórn Landsbjargar. Aðstæður í gær voru erfiðar og skyggni slæmt, en töluvert betri í dag. Aðspurður segir hann svæðið ekki erfitt yfirferðar. „Það er kannski ekki erfitt, þetta eru frekar lág fjöll, nokkur hundruð metrar, en hins vegar er alltaf erfitt að finna týndan aðila. Viðkomandi gæti legið einhvers staðar, verið búinn að hjúfra sig saman og svo framvegis. Þannig að leit er alltaf erfið sem slík,“ útskýrir Jónas. Skoða hvort maðurinn hafi farið út á hraunið Fjölgað verður í leitarhópnum síðar í dag og búist er við að 200 manns muni taka þátt í leitinni. Að auki er notast við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir svæðið. „Í upphafi lögðum við áherslu á svæðið umhverfis gosstöðvarnar en eftir því sem tíminn líður þá stækkar auðvitað leitarsvæðið, því maður veit ekki hvernig týnt fólk hagar sér. Sumir setjast niður og bíða, sem er betri kostur, en aðrir labba og freista þess að komast til byggða.“ Jónas segir að maðurinn hafi verið ágætlega búinn. „Hann er ekkert illa búinn en ekkert vel búinn heldur.“ Ekki er útilokað að maðurinn hafi farið út á hraunið. „Auðvitað er það ein af þeim sviðsmyndum sem við erum að skoða en göngum ekki út frá því.”
Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur. 25. júní 2021 22:59 Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina. 25. júní 2021 19:52 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24
Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur. 25. júní 2021 22:59
Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina. 25. júní 2021 19:52