Innlent

Flug­freyju­fé­lagið óskar eftir við­ræðum við Play

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
nýet
Vísir/Samsett

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Flugfreyjufélag Íslands nú hafa óskað formlega eftir viðræðum við flugfélagið Play.

Drífa segir að þar með gefist flugfélaginu kostur á að „gera raunverulegan kjarasamning við raunverulegt stéttarfélag“. Play hefur nú nokkra daga til þess svara beiðni FFÍ.

„Krafan er skýr: Að Play gangi til kjarasamninga við það launafólk sem á að vinna samkvæmt kjarasamningum. Sá samningur verði lagður í dóm starfsfólk og þar með verði leikreglur á íslenskum vinnumarkaði virtar,“ skrifar Drífa í Facebook-færslu um málið.

Drífa segir ASÍ muni styðja þétt við bakið á FFÍ og beita öllum tiltækum ráðum til að koma á kjarasamningi. „Það er rík ábyrgð okkar sem samfélags að hafna hvers kyns tilraunum til niðurbrots á verkalýðshreyfingunni því það getur haft alvarlegar afleiðingar á kjör okkar allar.“

Flugfélagið hefur hingað til ekki viljað ganga til samninga við Flugfreyjufélagið, sem er félagið sem Icelandair semur við. Drífa og Birgir mættust í Sprengisandi í maí þar sem þau ræddu kjaramál starfsmanna Play. Birgir taldi Drífu hafa misnotað vald sitt þegar hún hvatti landsmenn til þess að sniðganga flugfélagið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×